Jóhann Þorsteinsson (Hæli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhann Kristinn Þorsteinsson frá Hæli, málari, efnafræðingur fæddist 23. ágúst 1906 í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum og lést 20. apríl 1988.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason bóndi og formaður við Sandinn, síðar afgreiðslumaður í Eyjum, f. 31. janúar 1965 á Miðhúsum í Hvolhreppi, d. 25. september 1954, og síðari kona hans Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja, síðar á Hæli, f. 2. júní 1964, d. 24. mars 1930.

Jóhann Kristinn Þorsteinsson.

Börn Þórunnar og fyrri manns hennar Hreins Skúlasonar bónda:
1. Guðbjörg Sigríður Hreinsdóttir húsfreyja á Litla-Hrauni, f. 6. maí 1890, d. 24. desember 1951.
2. Hannes Hreinsson sjómaður, fiskimatsmaður á Hæli, f. 2. október 1892, d. 28. maí 1983.
Börn Þórunnar og Þorsteins:
3. Jóhann Kristinn Þorsteinsson málari, efnafræðingur, f. 23. ágúst 1906, d. 20. apríl 1988.
4. Elías Ársæll Þorsteinsson, f. 24. desember 1909, d. 11. ágúst 1910.

Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim til Eyja 1921. Hann lærði málaraiðn hjá Engilbert Gíslasyni 1923-1928, en lauk námi hjá Einari Gíslasyni í Reykjavík, tók sveinspróf 1930.
Jóhann fór til Þýskalands 1932, lærði skrautmálningu í München, auk þess efnafræði fyrir lakk- og málningargerð.
Hann varð verkstjóri hjá málningarverksmiðjunni Litir og lökk 1937-1939, var forstöðumaður rannsóknarstofu verksmiðjunnar 1939-1946 og Hörpu hf. eftir að verksmiðjurnar voru sameinaðar.
Hann var kennari í litafræði við Iðnskólann í Reykjavík 1945-1954. Jóhann var í varastjórn Málarafélags Reykjavíkur, gjaldkeri 1932-1935.
Hann ritaði greinar um litafræði í Málarann.

Kona Jóhanns Kristins, (1935), var Marta Tryggvadóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1907 í Arnarnesi við Eyjafjörð, d. 13. maí 1981. Foreldrar hennar voru Tryggvi Ágúst Jóhannsson útgerðarmaður í Hrísey, f. 21. ágúst 1879 á Galmaströnd og kona hans Margrét Gísladóttir úr Svarfaðardal, húsfreyja, f. 27. júlí 1886, d. 24. maí 1982.
Börn þeirra:
1. Elva Jóhannsdóttir, f. 26. desember 1936.
2. Hrafn Jóhannsson, f. 27. júlí 1938.
3. Gíslunn Jóhannsdóttir, f. 19. nóvember 1940.
4. Þórunn Margrét Jóhannsdóttir, f. 19. september 1946.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 28. apríl 1988. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.