Ingveldur G. K. Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. september 2022 kl. 17:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. september 2022 kl. 17:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Ingveldur Guðrún Kristjana Magnúsdóttir. '''Ingveldur Guðrún Kristjana Magnúsdóttir''' verslunarmaður, netagerðarkona, starfsmaður á Sjúkrahúsinu fæddist 27. nóvember 1919 í Akurey við Vestmannabraut 46a og lést 14. mars 2021.<br> Foreldrar hennar voru Magnús Kristleifur Magnússon netagerðarmeistari, f. 4. nóvember 1890 að Ásláksstöðum á Vatnsleysustr...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ingveldur Guðrún Kristjana Magnúsdóttir.

Ingveldur Guðrún Kristjana Magnúsdóttir verslunarmaður, netagerðarkona, starfsmaður á Sjúkrahúsinu fæddist 27. nóvember 1919 í Akurey við Vestmannabraut 46a og lést 14. mars 2021.
Foreldrar hennar voru Magnús Kristleifur Magnússon netagerðarmeistari, f. 4. nóvember 1890 að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, Gull., d. 25. maí 1972, og kona hans Þuríður Guðjónsdóttir húsfreyja, f. að Moldnúpi undir Eyjafjöllum 13. maí 1898, d. 17. maí 1981.

Börn Þuríðar og Magnúsar:
1. Ingveldur Guðrún Kristjana Magnúsdóttir, f. 27. nóvember 1919, d. 14. mars 2002.
2. Guðjón (Gaui Manga) f. 4. apríl 1921, d. 4. janúar 2001.
3. Kristleifur, f. 23. júlí 1929, d. 8. október 1965.
4. Jón Ragnar Björnsson, uppeldissonur, f. 3. janúar 1940, d. 20. október 2009.

Ingveldur var með foreldrum sínum frá fæðingu nema í tvö ár, er hún bjó hjá Unni móðursystur sinni í Reykjavík, bjó með þeim í Akurey, að Vestmannabraut 76 og að Hásteinsvegi 42.
Hún vann í Veiðarfæragerð Vestmannaeyja, í eldhúsinu á Sjúkrahúsinu, var aðstoðarstúlka á tannlæknastofu, vann hjá Haraldi Eiríkssyni hf. og í Apótekinu.
Ingveldur var mikið í kristilegu stafi, í KFUM og K og í Kvenfélagi Landakirkju.
Hún var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.