Ingunn Júlíusdóttir (Höfða)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2022 kl. 13:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2022 kl. 13:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ingunn Sigríður Júlíusdóttir''' húsfreyja í Höfða við Hásteinsveg 21 fæddist 24. október 1911 á Leiðólfsstöðum á Stokkseyri, og lést 8. apríl 2013.<br> Foreldrar hennar voru Júlíus Gíslason bóndi á Leiðólfsstöðum og víðar, f. 10. júlí 1870 á Stóra-Hrauni, d. 9. júní 1929, og kona hans Katrín Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1866 á Ormsstöðum í Mosfellssókn, d. 8. mars 1959. Ingunn var skamma stund með foreldru...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingunn Sigríður Júlíusdóttir húsfreyja í Höfða við Hásteinsveg 21 fæddist 24. október 1911 á Leiðólfsstöðum á Stokkseyri, og lést 8. apríl 2013.
Foreldrar hennar voru Júlíus Gíslason bóndi á Leiðólfsstöðum og víðar, f. 10. júlí 1870 á Stóra-Hrauni, d. 9. júní 1929, og kona hans Katrín Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1866 á Ormsstöðum í Mosfellssókn, d. 8. mars 1959.

Ingunn var skamma stund með foreldrum sínum, var með þeim nýfædd á Leiðólfsstöðum 1911, var tökubarn á Hæringsstöðum þar 1912 og enn 1920.
Þau Eiríkur giftu 1936, eignuðust tvö börn og ólu upp Friðrik son Eiríks. Þau bjuggu í Fagurlyst við Urðaveg 16 við skírn Guðrúnar 1938, í Höfða við Hásteinsveg 21 1940, Steini við Vesturvegi 10 við fæðingu Svanhildar 1947, Hásteinsvegi 41 1949 og þar bjuggu þau síðast.

I. Maður Ingunnar, (7. nóvember 1936), var Eiríkur Jónsson vélstjóri, formaður, síðar forstöðumaður Verkamannaskýlisins á Básaskersbryggju, f. 17. desember 1894, d. 30. júní 1970.
Börn þeirra:
1. Guðrún Eiríksdóttir, f. 11. maí 1938 í Fagurlyst.
2. Svanhildur Eiríksdóttir, f. 14. maí 1947 í Steini.
Barn Eiríks frá fyrra hjónabandi hans og stjúpbarn Ingunnar:
3. Friðrik Eiríksson rennismiður í Reykjavík, f. 19. apríl 1925 á Fögrubrekku, d. 29. maí 1962.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.