Ingrid Guðmannsdóttir Sigfússon (húsfreyja)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. maí 2023 kl. 16:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. maí 2023 kl. 16:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ingrid, Brynjólfur og elsti sonurinn Aðalsteinn.

Ingrid Marie Guðmannsdóttir Einarsson Sigfússon fæddist 8. ágúst 1909.
Ingrid var ljósmyndari að mennt og verslunareigandi.
Hún var af íslensku bergi í föðurætt, en móðir hennar var dönsk.
Faðir hennar var Vigfús Guðmann Einarsson frá Seyðisfirði, en fluttist til Randers í Danmörku og átti danska konu. Hann kallaði sig Goodman; var fæddur 12. febrúar 1878 og lést 2. febrúar 1972. Albróðir Guðmanns var Karl Einarsson sýslumaður í Eyjum
Faðir hans var Einar Hinriksson. Hann bjó á Egilsstöðum, Gíslastöðum og Miðhúsum á Héraði, en síðan varð hann veitingamaður á Vestdalseyri í Seyðisfirði og bjó í Vestdal, fæddur 25. janúar 1832 og lést 19. nóvember 1910 í Eyjum hjá Karli.
Faðir Einars veitingamanns var Hinrik yngri bóndi á Hafursá í Skógum (við Hallormsstað), f. um 1767 á Fossvöllum í Jökulsárhlíð, Hinriksson, Skúlasonar, og þriðju konu Hinriks yngri, Sesselju húsfreyju, f. 1800 Þórðardóttur, Gíslasonar.
Móðir Vigfúsar Guðmanns og seinni kona Einars Hinrikssonar var Pálína húsfreyja, f. 6. apríl 1851, d. 25. febrúar 1915, Vigfúsdóttir bónda á Háreksstöðum á Jökuldalsheiði, ógifts vinnumanns á Ormsstöðum í Eiðasókn 1850, f. 19. mars 1830, d. 4. maí 1872, Péturssonar, og barnsmóður Vigfúsar á Háreksstöðum, Katrínar þá ógiftrar vinnukonu á Ormsstöðum í Eiðasókn, síðar húsfreyju á Austurhól í Bjarnanessókn, gift Ingimundi Ófeigssyni bónda, síðar ekkja hjá dóttur sinni og fjölskyldu hennar á Brekku í Seyðisfirði; hún var fædd 13. júní 1825, d. 4. júní 1915, Ófeigsdóttir bónda í Hafnarnesi í Nesjum, A-Skaft., Þórðarsonar.

Nokkur börn Vigfúsar Guðmanns leituðu til Íslands; meðal þeirra var Bjarni Einarsson, sem var afgreiðslumaður í Brynjólfsbúð.

Ingrid var seinni kona Brynjólfs Sigfússonar kaupmanns og söngstjóra. Hún dvelur nú (6. mars 2013) að Droplaugarstöðum í Reykjavík í hárri elli.
Börn þeirra Brynjólfs:
1. Aðalsteinn Brynjúlfsson, fæddur 1. nóvember 1936, d. um áramót 2013-2014.
2. Bryndís Brynjúlfsdóttir, fædd 26. apríl 1941.
3. Hersteinn Brynjúlfsson, fæddur 22. júní 1945.
4. Þorsteinn Brynjúlfsson, fæddur 3. desember 1947, d. 10. júlí 2000.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.