Ingibjörg Sigurjónsdóttir (Austurvegi 20)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Sigurjónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, bókari fæddist 14. nóvember 1950 á Austurvegi 20.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Auðunsson vélstjóri, skipstjóri, verkstjóri, f. 4. apríl 1917, d. 20. febrúar 2004, og kona hans Sigríður Nikulásdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1914, d. 15. maí 1973.

Börn Sigríðuar og Sigurjóns:
1. Gylfi skrifstofustjóri, f. 8. desember 1939 á Haukabergi.
2. Aðalsteinn bankastjóri, f. 27. marz 1942 á Haukabergi.
3. Ingibjörg húsfreyja, skrifstofumaður, bókari, f. 14. nóvember 1950 á Austurvegi 20.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1967, var í lýðháskóla í Sönderborg í Danmörku 1967-1968.
Ingibjörg vann skrifstofustörf hjá Samfrosti, en er nú bókari hjá Vinnslustöðinni.
Þau Friðrik giftu sig 1970, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Austurvegi 20, en búa nú á Dverghamri 21.

I. Maður Ingibjargar, (18. júlí 1970), er Friðrik Magnús Gíslason rennismíðameistari frá Hól, f. þar 5. mars 1949.
Börn þeirra:
1. Bjarki Friðriksson rennismiður, vélvirki, f. 11. ágúst 1976. Kona hans María Ösp Karlsdóttir.
2. Sigríður Ása Friðriksdóttir grunnskólakennari, f. 23. júní 1979. Maður hennar Ian David Jeffs.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.