Ingibjörg Finnsdóttir (Seljalandi)

From Heimaslóð
Revision as of 14:34, 23 February 2021 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Finnsdóttir vinnukona fæddist 17. september 1896 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum og lést 9. mars 1924.
Foreldrar hennar voru Finnur Sigurfinnsson bóndi, f. 1855 í Efra-Bakkakoti (Bakkakoti ytra) í Skógasókn, d. 16. maí 1901, og kona hans Ólöf Þórðardóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1862 í Hvammi u. Eyjafjöllum, d. 16. apríl 1935.

Föðurbróðir Ingibjargar var Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri, útgerðarmaður, skipstjóri á Heiði.
Barn Ólafar og Einars Jónssonar, síðar í Norðurgarði:
1. Jónína Einarsdóttir húsfreyja á Seljalandi, f. 25. mars 1885, d. 22. september 1968.
Börn Ólafar og Finns hér:
2. Sigrún Finnsdóttir, f. 17. júlí 1887, d. 20. júlí 1887.
3. Þórður Finnsson, f. 6. ágúst 1888, d. sama dag.
4. Jóhann Kristinn Finnsson sjómaður í Hlíð 1910, f. 30. júlí 1889, d. 11. janúar 1915.
5. Þórfinna Finnsdóttir, (kölluð Þóra), húsfreyja í Eyjum, f. 28. maí 1891, d. 15. nóvember 1976.
6. Einar Finnsson, f. 27. maí 1893, d. 1. júlí 1893.
7. Sigrún Finnsdóttir húsfreyja í Sólhlíð 24, f. 13. júlí 1894, síðast í Reykjavík, d. 7. mars 1972.
8. Helga Finnsdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 28. september 1895, d. 25. apríl 1989.
9. Ingibjörg Finnsdóttir vinnukona, f. 17. september 1896, d. 9. mars 1924.
10. Finnbogi Finnsson vélgæslumaður í Íshúsinu, f. 7. nóvember 1898, d. 7. ágúst 1926 af slysförum.
11. Sæmundur Finnsson, f. 21. nóvember 1899, d. 14. desember 1899.
12. Friðfinnur Finnsson kafari, kaupmaður á Oddgeirshólum, f. 22. desember 1901, d. 6. september 1989.

Ingibjörg var með foreldrum sínum fyrstu ár sín. Finnur faðir hennar drukknaði við Klettsnef 1901. Ólöf móðir hennar varð að koma nokkrum barnanna í fóstur, en Jóhann Kristinn, Ingibjörg og Finnbogi voru með henni í fyrstu.
Ingibjörg var vikastúlka á Raufarfelli u. Eyjafjöllum 1910.
Hún fluttist frá Raufarfelli að Hólum, Hásteinsvegi 14 1912, var vinnukona á Seljalandi hjá Jónínu hálfsystur sinni í lok ársins 1912, vinnukona á Ingólfshvoli 1914.
Hún fór ,,Norður“ 1915 samkv. pr.þj.bók.
Ingibjörg var vinnukona á Flögu í Vatnsdal, er hún eignaðist Ingibjörgu Finns með Magnúsi Stefáni bónda 1924 og lést 6 dögum síðar.
Magnús gekkst ekki við barninu. Sigrún systir Ingibjargar sótti hana norður í Vatnsdal og ól hana upp.

I. Barnsfaðir Ingibjargar var Magnús Stefán Stefánsson kennari, verslunarmaður í Flögu í A-Hún., kaupmaður á Blönduósi, f. 12. september 1870, d. 20. september 1940.
Barn þeirra:
1. Ingibjörg Finns Petersen (Ebba), f. 3. mars 1924 á Flögu í Vatnsdal, A-Hún., d. 15. janúar 2020.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.