Inga Þórðardóttir (leikkona)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingveldur Anna Þórðardóttir húsfreyja, leikkona fæddist 21. október 1911 í Klöpp í Flóa og lést 15. júlí 1973.
Foreldrar hennar voru Þórður Sigurðsson sjómaður í Klöpp á Stokkseyri, síðan verkamaður í Varmadal, f. 28. ágúst 1858 í Háfi í Holtum, d. 19. júní 1941, og kona hans Sæfinna Jónsdóttir húsfreyja frá Útverkum á Skeiðum, síðar í Varmadal, f. 20. júlí 1868, d. 18. apríl 1961.

Inga var með foreldrum sínum í Klöpp og síðan í Varmadal við Skólaveg.
Hún fluttist til Reykjavíkur, giftist Alfreð 1938, eignaðist Lailu á árinu.
Þau áttu gildan þátt í leikstarfssemi Leikfélags Reykjavíkur.
Alfreð lést 1956 og Inga 1973.

Maður hennar, (14. maí 1938), var Alfreð Ferdinand Nielsen Andrésson verslunarmaður, leikari í Reykjavík, f. 21. ágúst 1908, d. 24. desember 1956. Foreldrar hans voru Andrés Folmer Nielsen og kona hans Guðný Jósefsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1976, d. 9. desember 1959.
Barn þeirra var
1. Laila Andrésson, f. 26. september 1938, d. 5. maí 2013.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. júlí 1973. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.