Hulda Ingvarsdóttir (Birtingarholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hulda Ingvarsdóttir Berndsen frá Birtingarholti, húsfreyja í Reykjavík fæddist 10. maí 1927 og lést 28. apríl 2000.
Foreldrar hennar voru Ingvar Þórólfsson frá Gerðakoti í Flóa, útgerðarmaður, húsasmiður, f. 27. mars 1896 að Króki þar, d. 13. apríl 1975, og kona hans Þórunn Friðriksdóttir frá Rauðhálsi í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 28. apríl 1901, d. 13. júní 1972.

Hulda Ingvarsdóttir Berndsen.

Börn Þórunnar og Ingvars:
1. Þórhildur Ingvarsdóttir húsfreyja í Mýrdal, f. 25. nóvember 1922, d. 8. ágúst 2000.
2. Þórunn Ingvarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. desember 1923 í Birtingarholti, d. 6. október 2013.
3. Friðrik Ingvarsson í Bandaríkjunum, f. 2. apríl 1926, d. 17. janúar 2004.
4. Hulda Ingvarsdóttir Berndsen húsfreyja í Reykjavík, f. 10. maí 1927, d. 28. apríl 2000.
5. Vigfús Ingvarsson, f. 1. nóvember 1928.
6. Hafsteinn Ingvarsson tannlæknir, f. 12. október 1932 í Birtingarholti, d. 29. janúar 2014.
7. Hafdís Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1935 í Birtingarholti, d. 26. janúar 1997.
8. Ingi Ingvarsson, f. 22. apríl 1937 í Birtingarholti, d. 14. ágúst 2018.
9. Jóna Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1939 í Birtingarholti.
10. Þórólfur Ingvarsson sjómaður á Akureyri, f. 16. apríl 1944 í Birtingarholti, d. 20. júlí 2015.

Hulda var með foreldrum sínum til 1945, en flutti síðan til Lands.
Þau Ingvi giftu sig 1947, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Reykjavík. Hulda átti síðast heimili í Skógarbæ í Árskógum 2 .
Ingvi Reynir lést 1967 og Hulda 2000.

I. Maður Huldu, (27. október 1947), var Ingvi Reynir Berndsen málari, f. 8. apríl 1924, d. 8. mars 1967. Foreldrar hans voru Fritz Gunnlaugur Oddsson Berndsen málarameistari, f. 8. ágúst 1902, d. 16. september 1980, og sambýliskona hans Herborg Björnsdóttir, f. 15. desember 1896, d. 3. mars 1941.
Börn þeirra:
1. Herdís Berndsen, f. 22. apríl 1947. Maður hennar Ingvi Hrafn Magnússon.
2. Þórunn Berndsen, f. 9. janúar 1949. Maður hennar Ólafur Jón Árnason.
3. Þór Berndsen, f. 29. júní 1950. Kona hans María E. Balcik.
4. Hulda Fríða Berndsen, f. 15. desember 1951. Maður hennar Vilhjálmur Sveinsson.
5. Herborg Berndsen, f. 29. júní 1960. Maður hennar Aðalsteinn Ásgrímsson.
6. Ingvar Berndsen, f. 23. janúar 1963.
Barn Reynis fyrir hjónaband með Guðfinnu Jónsdóttur:
7. Halldóra Jónsdóttir, (kjörbarn móðurforeldra sinna), f. 11. maí 1947.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Morgunblaðið 9. maí 2000. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.