Hulda Þorsteinsdóttir (Sæbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hulda Þorsteinsdóttir frá Sæbergi, húsfreyja í Háaskála, (Brekastíg 11 B) fæddist 21. maí 1927 og lést 15. ágúst 2014.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Sigurðsson sjómaður, fiskkaupmaður á Sæbergi, f. 30. júlí 1875, d. 5. ágúst 1935, og ráðskona hans Guðrún Ísaksdóttir, f. 19. júlí 1892, d. 9. júní 1965.

Hulda Þorsteinsdóttir.

Hálfsystkini hennar voru:
1. Óskar Kristján Þorsteinsson bifreiðastjóri, f. 22. mars 1908, d. 22. júní 1995.
2. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, f. 12. janúar 1915, d. 8. nóvember 1990.

Hulda var með foreldrum sínum á Sæbergi í æsku. Faðir hennar lést, er hún var 8 ára. Hún var með móður sinni á Sæbergi 1940, vinnukona til heimilis þar 1945, verkakona þar 1949, og síðar með móður sinni á Eyjarhólum.
Hún bjó í Háaskála 1962, er hún ól Ólafi Stefánssyni frá Hábæ tvíbura, andvana stúlku og Aðalheiði. Þau giftu sig 1963 og bjuggu í Háaskála, eignuðust Sóleyju 1964 og Þorstein 1966.
Guðrún móðir hennar dvaldi hjá þeim og lést 1965.
Ólafur maður hennar lést 2000 og Hulda 2014.

Maður Huldu, (19. janúar 1963), var Ólafur Kristinn Stefánsson múrari, f. 8. ágúst 1919, d. 29. febrúar 2000.
Börn þeirra:
2. Aðalheiður Ólafsdóttir, tvíburi, f. 3. apríl 1962.
3. Andvana stúlka, tvíburi, f. 3. apríl 1962.
4. Sóley Ólafsdóttir, f. 25. nóvember 1964.
5. Þorsteinn Ólafsson, f. 26. ágúst 1966.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.