Hlíðarhús

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. mars 2007 kl. 13:42 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. mars 2007 kl. 13:42 eftir Frosti (spjall | framlög) (skv. ábendingum Þóris Óskarssonar)
Fara í flakk Fara í leit
Hlíðarhús

Um 1880 byrjuðu eyjamenn sjálfir að panta vörur erlendis frá og mynduðu með sér félagsskap. Mjög lítið varð samt úr framkvæmdum vegna mótspyrnu kaupmanna. Gísli Stefánsson í Hlíðarhúsi, Ólafssonar stúdents í Selkoti, byrjaði verslunarútsölu i Hlíðarhúsi, íbúðahúsi sínu, fyrir Þorlák Ó Johnson kaupmann í Reykjavik, en frá 1885 rak Gísli verslun sjálfur. Sigldi hann utan og keypti vörur. Með þessari verslunarstofnun, er að vísu var smáverslun, var athyglisvert spor stigið í viðreisnaráttina. Gísli hafði áður veitt kaupfélagsskapnum forstöðu. Eftir dauða Gísla Stefánssonar 1904 lagðist verslun hans alveg niður, er var svipuð og borgaraverslanir þær, er um þessar mundir risu upp víðar. Eigi sést að verslunarleyfisbréf eða borgarabréf hafi verið gefið út. Í Hlíðarhúsi var síðan eftir 1904 tekið á móti erlendum sjúklingum um nokkur ár hjá frú Soffíu Andersdóttur konu Gísla Stefánssonar. En nú var komið hér sjúkrahús, Frakkneska sjúkrahúsið, er þó eigi var tekið til almennrar notkunar fyrr en seinna. Húsið Hlíðarhús var rifið 1978 og stóð við Miðstræti 5b. Fyrra nafn hússins var Jónshús síðar var húsið kallað Hóll en síðar reisti sr. Jes A. Gíslason hús undir því heiti við Miðstræti.

Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. útg.1989.

Myndin er úr myndasafni Þóris Óskarssonar er frá um 1920.