Hjalti Elíasson (Varmadal)

From Heimaslóð
Revision as of 19:22, 15 May 2023 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Hjalti Elíasson (Varmadal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Hjalti Elíasson frá Varmadal, rafvirki fæddist þar 25. júlí 1953.
Foreldrar hans voru Elías Sveinsson frá Varmadal, sjómaður, skipstjóri, f. 8. september 1910 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 13. júlí 1988, og kona hans Eva Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1912 á Sunnuhvoli á Blönduósi, d. 19. júlí 2007.

Börn Evu og Elíasar:
1. Sigurður Sveinn Elíasson, f. 2. september 1936 í Langa-Hvammi. Kona hans Sigrún Þorsteinsdóttir.
2. Una Þórdís Elíasdóttir, f. 13. febrúar 1938 í Varmadal. Maður hennar Önundur Kristjánsson.
3. Atli Elíasson, f. 15. desember 1939 í Varmadal, d. 6. maí 2006. Kona hans Kristín Frímannsdóttir.
4. Hörður Elíasson, f. 30. ágúst 1941 í Varmadal. Kona hans Elínbjörg Þorbjarnardóttir.
5. Sara Elíasdóttir, f. 19. júní 1943 í Varmadal. Maður hennar Björn Baldvinsson.
6. Sævaldur Elíasson, f. 25. maí 1948 í Varmadal. Kona hans Svanbjörg Oddsdóttir.
7. Hjalti Elíasson, f. 25. júlí 1953 í Varmadal. Kona hans Júlía P. Andersen.

Hjalti lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1978. Meistari var Jónas Bergsteinsson. Hann nam í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1981-1984.
Hjalti var stýrimaður til um 2000, en vinnur síðan við rafvirkjun.
Þau Júlía giftu sig 1986, eignuðust ekki börn. Þau búa við Laugateig 16 í Reykjavík

I. Kona Hjalta, (31. desember 1986), er Júlía Petra Andersen innanhússarkitekt, f. 24. júní 1949.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.