Hjálmar Theódórsson

From Heimaslóð
Revision as of 16:40, 25 November 2013 by Gauti (talk | contribs) (Skákmeistari Vestmannaeyja 1937)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Hjálmar Theódórsson er fæddur 12. september 1915. Hjálmar hefur búið á Húsavík og var sterkasti skákmaður Húsvíkinga um árabil. Hann varð skákmeistari Taflfélags Húsvíkinga margoft og Skákmeistari Norðlendinga tvisvar 1965 og 1970. Hjálmar var kosinn ritari Taflfélags Vestmannaeyja á aðalfundi haustið 1936 og sagður aðaldriffjöðurin í starfi félagsins á þessum tíma. Hann varð skákmeistari Vestmannaeyja 1937, en í Víði segir um Skákþingið 6. mars 1937 "Flokks skákþingi Taflfélags Vestmannaeyja er nú lokið. Teflt var í fyrsta, öðrum og þriðja flokki. Í fyrsta flokki keptu 3 menn og voru tefldar 3 umferðir. Sigurvegari varð Hjálmar Theódórsson með 4,5 vinning, næstir honum voru Vigfús Ólafsson með 3,5 og Karl Sigurhansson með 1 vinning."
Heimildir