Hildur Axelsdóttir (Grjóteyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Hildur Axelsdóttir)
Fara í flakk Fara í leit
Systurnar Kristrún og Hildur Axelsdætur.

Hildur Axelsdóttir húsfreyja á Grjóteyri í Kjós fæddist 12. febrúar 1944 á Kirkjuvegi 67. Hún er tvíburi.
Foreldrar hennar voru Axel Halldórsson kaupmaður, f. 11. júní 1911, d. 31. maí 1990, og kona hans Sigurbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1916, d. 1. júní 2000.

Börn Sigurbjargar og Axels:
1. Anna Dóra Axelsdóttir, f. 12. ágúst 1937, d. 3. janúar 1953.
2. Gunnlaugur Jón Ólafur Axelsson framkvæmdastjóri, f. 31. maí 1940, d. 16. október 2006. Kona hans Fríða Dóra Jóhannsdóttir.
3. Hildur Axelsdóttir húsfreyja, bóndi á Grjóteyri í Kjós, f. 12. febrúar 1944. Maður hennar Kristján Finnsson
4. Kristrún Axelsdóttir húsfreyja, bankafulltrúi, f. 12. febrúar 1944. Maður hennar Sigmar Pálmason.
5. Magnús Ólafur Helgi Axelsson kennari, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 8. júní 1948. Kona hans Guðrún Árný Arnarsdóttir.
6. Halldór Gunnlaugsson Axelsson rafeindavirkjameistari, framkvæmdastjóri, f. 29. ágúst 1952. Kona hans Anna Sólveig Óskarsdóttir.

Hildur var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur 1960, lærði í lýðháskóla í Danmörku og síðan í Húsmæðraskólanum á Varmalandi. Hildur lærði síðar leikskólakennslu.
Heimsóknir barna til hennar á Grjóteyri voru algengar.
Þau Kristján giftu sig 1964, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Grjóteyri í Kjós, en síðan í Mosfellsbæ.

I. Maður Hildar, (6. júní 1964), er Kristján Finnsson bóndi, f. 23. júlí 1944. Foreldrar hans Finnur Bjarni Kristjánsson rafvirki, rafverktaki, f. 6. mars 1913, d. 20. október 1974, og Svanhvít S. Thorlacius, f. 5. febrúar 1913, d. 9. maí 1972.
Börn þeirra:
1. Rebekka Th. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri, f. 6. maí 1963. Maður hennar Karl Björnsson
2. Svanhvít Kristjánsdóttir tamningamaður, f. 30. október 1965. Maður hennar Einar Öder.
3. Sigurbjörg Kristjánsdóttir uppeldisfræðingur, f. 18. maí 1967. Maður hennar Lárus Sigvaldason.
4. Anna Kristín Kristjánsdóttir, f. 3. maí 1973.
5. Finnur Bjarni Kristjánsson, f. 8. september 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.