Hildur Þorsteinsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hildur Sigurlín Þorsteinsdóttir.

Hildur Sigurlín Þorsteinsdóttir kennari fæddist 16. ágúst 1937 á Hól við Miðstræti 5A.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Einarsson kennari, íþróttafulltrúi, f. 23. nóvember 1911, d. 5. janúar 2001, og kona hans Ásdís Guðbjörg Jesdóttir frá Hól, húsfreyja, f. 29. ágúst 1911, d. 23. ágúst 2000.

Börn Ásdísar og Þorsteins:
1. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt, f. 5. september 1934. Kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir.
2. Hildur Sigurlín Þorsteinsdóttir kennari, f. 16. ágúst 1937. Maður hennar Guðmundur Heiðar Sigurðsson.
3. Ágúst Þorsteinsson ketilsmiður, öryggisfulltrúi, f. 9. apríl 1939. Kona María Helga Hjálmarsdóttir.
4. Guðni Þorsteinsson læknir í Bandaríkjunum, f. 5. ágúst 1941. Kona hans Elin Klein.
5. Ásdís Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1945. Fyrrum maður hennar Róbert Bender.
6. Sólveig Þorsteinsdóttir bókasafnsfræðingur, f. 23. febrúar 1947. Maður hennar Gunnar Valtýsson.
7. Guðríður Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 4. desember 1948. Maður hennar Ólafur Guðmundur Einarsson Sæmundsen.
8. Eiríkur Þorsteinsson trétæknir, f. 4. desember 1948. Kona hans Hulda Halldórsdóttir.
9. Gísli Ingimundur Þorsteinsson lögreglumaður, f. 3. ágúst 1952. Fyrrum kona hans Þórdís Þórhallsdóttir.
10. Soffía Þorsteinsdóttir fóstra, f. 17. desember 1954. Fyrrum maður hennar Gísli Jónsson. Maður hennar Daði Guðbjörnsson.

Hildur var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1941.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1953, lauk kennaraprófi 1957. Hún nam í Kennaraháskólanum í Khöfn (stærðfræði, hand- og myndmennt, vefnað) 1973-1974
Hildur var kennari í barnaskólanum í Grindavík 1957-1958, í barnaskólanum (nú grunnskólanum) í Borgarnesi frá 1958-2001.
Hún sat í stjórn Kvenfélags Borgarness 1971-1973, í stjórn Kennarafélags Vesturlands 1976-1978, í barnavernarnefnd í 4 ár, jafnréttisnefnd Borgarness frá 1977, í stjórn Borgfirskra kvenna 1980-1984.
Þau Guðmundur Heiðar giftu sig 1956, eignuðust fjögur börn.

I. Maður Hildar, (29. september 1956), er Guðmundur Heiðar Sigurðsson kennari, skólastjóri, f. 10. júní 1936 á Höfn í Hornafirði, d. 26. september 2023. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson verkamaður, f. 19. ágúst 1906, d. 30. september 1982, og kona hans Hildur Ingibjörg Halldórsdóttir ljósmóðir, f. 3. maí 1894, d. 24. apríl 1945.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Guðmundsson flugstjóri, f. 10. janúar 1957. Kona hans Auður Hauksdóttir.
2. Sigurður Ingi Guðmundsson umboðsmaður Samvinnutrygginga á Patreksfirði, eftirlitsmaður hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, f. 3. desember 1962. Kona hans Anna Björnsdóttir.
3. Einar Jes Guðmundsson rafvirkjameistari, f. 16. apríl 1967. Kona hans Lilja Björnsdóttir.
4. Ásdís Guðný Guðmundsdóttir fatahönnuður hjá Þjóðleikhúsinu, f. 30. desember 1969. Maður hennar Kristján Víðir Kristjánsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hildur.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.