Helgi VE-333

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. ágúst 2006 kl. 23:53 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. ágúst 2006 kl. 23:53 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) (Smáleiðr.)
Fara í flakk Fara í leit
Hinn myndarlegi vélbátur Helgi VE

Vélbáturinn Helgi VE-333 var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1938. Hann var 120 rúmlestir að stærð og þar með stærsta skip sem smíðað hafði verið á Íslandi. Það var Helgi Benediktsson, útgerðarmaður, sem lét smíða skipið. Brynjólfur Einarsson var yfirsmiður við verkið.

Að morgni 8. janúar 1950 strandaði Helgi á Faxaskeri með tíu manns um borð og létust allir í slysinu. Slyssins varð vart frá Kirkjubæ, en björgunaraðgerðir reyndust árangurslausar.

Sjá einnig

  • Faxasker. Ítarleg lýsing frá þessu hörmulega sjóslysi.

Heimildir