Helgi Benóný Gunnarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jarþrúður Kolbrún Guðmundsdóttir og Helgi Benóný Gunnarsson.

Helgi Benóný Gunnarsson frá Grímsstöðum við Skólaveg 27, bóndi, verkstjóri, sjómaður, stýrimaður fæddist 3. október 1952 í Eyjum.
Foreldrar hans Gunnar Þorbjörn Haraldsson frá Nykhól, vélstjóri, húsvörður, f. 21. apríl 1928, d. 30. desember 2010, og kona hans Jórunn Guðný Helgadóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. 11. júní 1929.

Helgi var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk stýrimannaprófi 1980, stundaði sjómennsku auk búskapar á Brú í A. Landeyjum.
Þau Jarþrúður giftu sig 1995, eignuðust kjörbarn og fósturbarn. Þau dvöldu um skeið í Eyjum og eitt ár í Þorlákshöfn.

I. Kona Helga, (12. ágúst 1995), er Jarþrúður Kolbrún Guðmundsdóttir frá Vorsabæ í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 12. febrúar 1953. Foreldrar hennar Guðmundur Júlíus Jónsson bóndi, f. 6. janúar 1904, d. 16. janúar 1989, og kona hans Jónína Þórunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1911, d. 10. janúar 1995.
Börn þeirra:
1. Sæunn Klara Breiðfjörð, fósturbarn, f. 1. ágúst 1980.
2. Jónína Jórunn Helgadóttir, kjörbarn, f. 17. ágúst 1996.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.