Helgafell (hús)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. mars 2006 kl. 18:36 eftir Skapti (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. mars 2006 kl. 18:36 eftir Skapti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Tvö hús bera nafnið Helgafell í Vestmannaeyjum, og eru þau nefnd eftir eldfjallinu Helgafell.

Helgafell við Kirkjuveg 21

Húsið Helgafell, stundum kallað Brynjúlfsbúð, stendur við Kirkjuveg 21. Um árabil var þar verslun Brynjúlfs Sigfússonar, kaupmanns og organista. Nú er þar skemmtistaður að nafni Lundinn.

Helgafell á Helgafellsöxl

Húsið Helgafell við jaðar Helgafells

Húsið Helgafell stendur utan byggðar. Það var reist árið 1936 og stendur við jaðar Helgafells..