Helga Rafnsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Helga Rafnsdóttir húsfreyja fæddist 5. desember 1900 á Vindheimum í Norðfirði og lést 3. maí 1997 á Droplaugarstöðum í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Rafn Júlíus Símonarson frá Norðfirði, sjómaður og útgerðarmaður þar, síðar verslunarmaður á Litlu-Löndum í Eyjum, f. 1. júlí 1866 á Lýtingsstöðum í Skagafirði, d. 8. júlí 1933 og kona hans Guðrún Gísladóttir frá Götuhúsum í Reykjavík, húsfreyja og saumakona í Vindheimi í Norðfirði 1901, f. 27. júní 1872, d. 5. janúar 1912.

Börn Guðrúnar Gísladóttur og Rafns Júlíusar í Eyjum voru:
1. Jón Rafnsson verkalýðsleiðtogi, f. 6. mars 1899, d. 28. febrúar 1980.
2. Helga Rafnsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1900, d. 3. maí 1997, kona Ísleifs Högnasonar kaupfélagsstjóra og alþingismanns, f. 30. nóvember 1895, d. 12. júní 1967.
3. Guðrún Rafnsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1910, d. 25. október 2004, fyrri kona Þórarins Bernótussonar í Stakkagerði.
Helga var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Vindheimi í Norðfirði 1901, á Framnesi í Setbergssókn á Snæfellsnesi 1910, flutti til Eyja frá Norðfirði 1919.
Hún var í fyrstu vinnukona á Ingólfshvoli hjá Kristínu Friðriksdóttur og Steini Sigurðssyni klæðskera, síðan skrifstofumaður hjá Gunnari Ólafssyni, leysti Ísleif af í Kaupfélagi verkamanna, er hann sat á Alþingi, rak um skeið hárgreiðslustofu í Eyjum. Í Reykjavík vann hún í Þjóðminjasafni Íslands í tuttugu ár.
Helga gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. í Verkakvennafélaginu Snót, Slysavarnafélaginu Eykyndli, Húsmæðraskólanum í Reykjavík, Kvenfélagi Sósíalista í Reykjavík og Mæðrastyrksnefnd og sat í húsnefnd á hennar vegum við byggingu Hlaðgerðarkots, sem varð hvíldarheimili húsmæðra.
Þau Ísleifur giftu sig 1921, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Baldurshaga við Vesturveg, þá í Valhöll við Strandveg, frá 1927 á Helgafellsbraut 19 og á Faxastíg 5 frá 1934.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1943, bjuggu á Skólavörðustíg 12, síðar við Austurbrún.
Ísleifur lést 1967 og Helga 1997.


Helga Rafnsdóttir, Ísleifur Högnason og börn þeirra, frá vinstri Gísli, Erla og Högni.

I. Maður Helgu, (20. ágúst 1921), var Ísleifur Högnason frá Seljalandi u. V.- Eyjafjöllum, kaupfélagsstjóri, alþingismaður, f. þar 30. nóvember 1895, d. 12. júní 1967.
Börn þeirra:
1. Erla Guðrún Ísleifsdóttir íþróttakennari, húsfreyja, myndhöggvari, f. 19. janúar 1922, d. 6. febrúar 2011. Maður hennar Ólafur Jensson.
2. Högni Tómas Ísleifsson viðskiptafræðingur, fulltrúi, f. 14. desember 1923, d. 25. júlí 2017. Kona hans Kristbjörg Sveina Helgadóttir.
3. Gísli Rafn Ísleifsson tæknifulltrúi, f. 8. apríl 1927, d. 5. mars 2008. Kona hans Sigríður Eyjólfsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.