Helga Guðbjörg Ágústsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Guðbjörg Ágústsdóttir húsfreyja fæddist 10. september 1951 á Lögbergi við Vestmannabraut 56A.
Foreldrar hennar Gunnar Ágúst Helgason frá Hamri, sjómaður vélstjóri, útgerðarmaður, forstöðumaður, f. 22. janúar 1923, d. 23. nóvember 2000, og Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir frá Lögbergi, húsfreyja, f. 5. ágúst 1930, d. 9. október 2017.

Börn Lovísu og Ágústs:
1. Páll Guðjón Ágústsson, f. 21. nóvember 1948 á Lögbergi.
2. Helga Guðbjörg Ágústsdóttir, f. 10. september 1951 á Lögbergi. Maður hennar Guðmundur Snædal Jónsson.
3. Hrönn Ágústsdóttir, f. 2. október 1954 á Hólagötu 8. Fyrrum sambúðarmaður Jón Friðrik Kjartansson. Maður hennar Sigurður Sveinsson

Helga var með foreldrum sínum í æsku, á Lögbergi og Hólagötu 8.
Hún vann ýmis störf, í fiskvinnslu, hjá Essó, hjá Ríkisskipum, í versluninni Stóru-Borg, var matsveinn á togaranum Breka um 1982-3 og á Sjúkrahúsinu til Goss, á Hótel HB í Gosinu. Eftir Gos vann hún við barnagæslu og á Sjúkrahúsinu.
Helga eignaðist barn með Sigurbirni 1973.
Þau Guðmundur giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau búa við Búhamar 26.

I. Barnsfaðir Helgu var Sigurbjörn Ástvaldur Friðriksson, f. 3. janúar 1946, d. 27. júlí 2023.
Barn þeirra:
1. Lóa Hrund Sigurbjörnsdóttir kennari, f. 13. nóvember 1973. Maður hennar Sigurgeir Sævaldsson.

II. Maður Helgu er Guðmundur Snædal Jónsson skipstjóri, f. 11. mars 1958.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.