Helga Finnsdóttir (Fagurhól)

From Heimaslóð
Revision as of 16:41, 12 December 2022 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Helga Finnsdóttir.

Helga Finnsdóttir húsfreyja, kjólameistari fæddist 28. september 1895 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum og lést 25. apríl 1989.
Foreldrar hennar voru Finnur Sigurfinnsson bóndi, f. 1855, drukknaði við Klettsnef 16. maí 1901, og kona hans Ólöf Þórðardóttir húsfreyja, síðar í Fagurhól, f. 20. janúar 1862, d. 16. apríl 1935.

Barn Ólafar og Einars Jónssonar, síðar bóndi og sjómaður í Norðurgarði, f. 12. júní 1859 að Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 8. ágúst 1937, var
1. Jónína Einarsdóttir húsfreyja á Seljalandi, f. 25. mars 1885, d. 22. september 1968.

Börn Ólafar og Finns hér:
2. Sigrún Finnsdóttir, f. 17. júlí 1887, d. 20. júlí 1887.
3. Þórður Finnsson, f. 6. ágúst 1888, d. sama dag.
4. Jóhann Kristinn Finnsson sjómaður í Hlíð 1910, f. 30. júlí 1889, d. 11. janúar 1915.
5. Þórfinna Finnsdóttir, (kölluð Þóra), húsfreyja í Eyjum, f. 28. maí 1891, d. 15. nóvember 1976.
6. Einar Finnsson, f. 27. maí 1893, d. 1. júlí 1893.
7. Sigrún Finnsdóttir húsfreyja í Sólhlíð 19, f. 13. júlí 1894, síðast í Reykjavík, d. 7. mars 1972.
8. Helga Finnsdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 28. september 1895, d. 25. apríl 1989.
9. Ingibjörg Finnsdóttir vinnukona, f. 17. september 1896, d. 9. mars 1924.
10. Finnbogi Finnsson vélgæslumaður í Íshúsinu, f. 7. nóvember 1898, d. 7. ágúst 1926 af slysförum.
11. Sæmundur Finnsson, f. 21. nóvember 1899, d. 14. desember 1899.
12. Friðfinnur Finnsson kafari, kaupmaður á Oddgeirshólum, f. 22. desember 1901, d. 6. september 1989.

Helga missti föður sinn, er hún var á sjötta árinu. Hún fór snemma í fóstur að Hlíð undir Eyjafjöllum.
Helga fluttist til Eyja 1904 , var vikastúlka í Holti 1906, vinnukona í London 1907 til 1909, vinnukona í Fagurhól 1910.
Hún var í vist hjá Þorfinnu systur sinni í Dal 1912, hjá Halldóri Gunnlaugssyni lækni og konu hans 1913 og fór af þeirra hvatningu til Kaupmannahafnar 1915 og hóf þar störf við saumaskap hjá Magasin du Nord.
Hún fluttist til Eyja 1917 og stundaði sauma.
Helga bjó með Sigurjóni á Rafnseyri, eignaðist tvíbura 1919, giftist Sigurjóni 1920 og bjó á Eystri Vesturhúsum. Þau fluttust til Keflavíkur, bjuggu þar í þrjú ár, en sneru þá til Eyja, bjuggu á Kirkjubæ 1927.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1929. Helga var húsfreyja, en stundaði einnig kjólasaum, nefnd kjólameistari.
Sigurjón lést 1975.
Fjórum árum eftir lát Sigurjóns flutti Helga til Pálínu dóttur sinnar í Mosfellsbæ og bjó þar þangað til hún flutti í þjónustuíbúðir aldraðra við Dalbraut í Reykjavík.
Hún lést 1989.

Maður Helgu, (29. maí 1920), var Sigurjón Pálsson frá Keflavík, sjómaður, vélgæslumaður, síðar hjá Reykjavíkurborg, f. 12. ágúst 1896, d. 15. ágúst 1975.
Börn þeirra:
1. Finnur Sigurfinnur Sigurjónsson, tvíburi, bókavörður á Seltjarnarnesi, f. 14. nóv. 1919 á Rafnseyri, d. 18. ágúst 1997. Hann var ókvæntur.
2. Sigurjón Helgi Sigurjónsson, tvíburi, f. 14. nóv. 1919 á Rafnseyri, d. 24. desember 1936.
3. Henný Dagný Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1922, d. 27. janúar 2005. Maður hennar var Einar Þorsteinsson rakarameistari, f. 19. ágúst 1921, d. 14. apríl 1978.
4. Ólöf Ingibjörg Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1923 í Keflavík, d. 28. september 1994. Maður hennar var Helgi Eiríksson aðalbókari, f. 13. febrúar 1922 í Sandfelli í Öræfum, d. 13. nóvember 2009.
5. Pálína Sigurjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarforstjóri, f. 17. júní 1931 í Reykjavík. Maður hennar var Sigmundur Ragnar Helgason bankamaður, f. 7. desember 1927, d. 2. nóvember 2008.
6. Jóhanna Kristín Sigurjónsdóttir húsfreyja í New York, f. 31. maí 1935, d. 21. ágúst 2005. Maður hennar: Fróði Ellerup f. 17. febrúar á Seyðisfirði, vélfræðingur.
Fósturdóttir þeirra fyrstu fimm ár ævinnar, dóttir Ólafar Ingibjargar er
7. Sigrún Dúfa Helgadóttir, f. 25. október 1942.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.