Helga Ólafsdóttir (Flötum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Helga Ólafsdóttir frá Oddeyri á Flötum, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 13. janúar 1925 í Laufási og lést 11. apríl 1997.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ragnar Sveinsson verkamaður, bifreiðastjóri, heilbrigðisfulltrúi, f. 25. ágúst 1903á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, d. 2. maí 1970, og kona hans Kristjana Ragnheiður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 12. janúar 1906 á Múla, d. 6. september 1982.

Börn Ragnheiðar og Ólafs:
1. Helga Ólafsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 13. janúar 1925 í Laufási, d. 11. apríl 1997.
2. Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, leikari, f. 12. júní 1931 á Oddeyri á Flötum, d. 24. mars 2011.
3. Kristín Ólafsdóttir, f. 17. febrúar 1935 á Oddeyri á Flötum, d. 5. júlí 1936.

Helga var með foreldrum sínm í æsku.
Hún var í Gagnfræðaskólanum 1939-1941, var afgreiðslukona í Kaupfélaginu og Vöruhúsinu.
Þau Eggert giftu sig 1945, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu lengst á Oddeyri, en síðar á Illugagötu 75.
Þau ráku ásamt fjölskyldunni fyrirtækið Skipaviðgerðir, en áður í félagi við aðra og þar vann Helga á skrifstofunni frá 1973.
Eggert lést 1980 og Helga 1997.

I. Maður Helgu, (13. maí 1945), var Eggert Ólafsson frá Stokkseyri, skipasmíðameistari, f. 7. mars 1924, d. 12. apríl 1980.
Börn þeirra:
1. Ólafur Ragnar Eggertsson rekstrartæknifræðingur, framkvæmdastjóri, f. 1. október 1945 á Oddeyri, d. 18. janúar 2002.
2. Kristján Gunnar Eggertsson rafvirkjameistari, framkvæmdastjóri, hafnarvörður, f. 20. ágúst 1947 á Oddeyri.


Heimildir

Morgunblaðið 26. apríl 1997. Minning.

  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.