Haukur Björnsson (forstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Haukur Björnsson)
Fara í flakk Fara í leit

Haukur Sigfried Baldvinsson Björnsson verslunarmaður, heildsali, forstjóri fæddist 27. júlí 1906 og lést 21. nóbember 1983.
Foreldrar hans voru Baldvin Björnsson gullsmiður, listmálari, f. 1. maí 1879 í Reykjavík, d. 24. júlí 1945, og kona hans Martha Clara Björnsson húsfreyja, f. 10. maí 1886 í Leipzig í Þýskalandi, d. 30. október 1957.

Börn Mörthu Clöru og Baldvins:
1. Sigfried Haukur Björnsson heildsali, f. 27. júlí 1906, d. 20. október 1983. Kona hans Ingibjörg Marsibil Guðjónsdóttir (Marci) hárgreiðslukona.
2. Harald Steinn Björnsson heildsali, f. 5. júní 1910, d. 23. maí 1983. Kona hans Fjóla Þorsteinsdóttir.
3. Björn Theodór Björnsson listfræðingur, f. 3. september 1922, d. 25. ágúst 2007. Kona hans Ásgerður Búadóttir myndlistarmaður.

Haukur var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja, bjó með þeim á Sólbergi við Brekastíg 3 1927.
Hann fékkst við fiskverkun í Eyjum, byggði fiskhús innan við Gúanó. Það fékk viðurnefnið Kína og hann viðurnefnið Haukur í Kína.
Hann flutti til Reykjavíkur, varð verslunarmaður, heildsali, stofnaði Kaupstefnuna og var forstjóri hennar, hélt vörusýningar bæði á Íslandi og erlendis.
Haukur var baráttumaður fyrir sósíalisma, kommúnisma og öflugri verkalýðshreyfingu hér á landi og barðist fyrir viðskiptum Íslands og þáverandi ríkja í A-Evrópu.
Hann átti sæti í nefndum um utanríkisviðskipti.
Á heimili þeirra Marci í Reykjavík var Kommúnistaflokkur Íslands stofnaður 1. desember 1930.
Þau Ingibjörg Marsibil Guðjónsdóttir giftu sig, eignuðust eitt barn og fóstruðu móðurlausa stúlku, frænku Marci.
Haukur lést 1983 og Ingibjörg 1985.

I. Kona Hauks var Ingibjörg Marsibil Guðjónsdóttir (Marci) húsfreyja, hárgreiðslukona, f. 6. mars 1907, d. 22. janúar 1985.
Barn þeirra:
1. Friðþjófur Björnsson læknir, sérfræðingur í lungnasjúkdómum, f. 18. nóvember 1930 í Reykjavík. Kona hans var Selma Sigurjónsdóttir húsfreyja, fulltrúi, f. 2. ágúst 1930, d. 4. maí 2019.
Fósturbarn þeirra:
2. Erla Thorarensen húsfreyja, f. 10. febrúar 1932, d. 3. mars 2016. Maður hennar Ari Einarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.