Haraldur Jónasson (Garðshorni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Haraldur Jónasson, Garðshorni, fæddist á Álftanesi 30. júní 1888 og lést 27. desember 1941. Hann bjó á Heimagötu 40, Garðshorni

Haraldur fór til Vestmannaeyja 1909 til Oddnýjar systur sinnar og hóf þá sjómennsku. Formennsku byrjaði Haraldur á Hansínu II, sem þá var einn af stærstu bátunum í Eyjum.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. 6-7 tbl. 1968. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Haraldur Jónasson fiskimatsmaður í Garðshorni fæddist 30. júní 1888 á Bakka á Álftanesi í Gull. og lést 27. desember 1941.
Faðir hans var Jónas bóndi á Bakka og tómthúsmaður í Efra-Hliði á Álftanesi, f. 3. nóvember 1849, d. 12. janúar 1931, Jónsson bónda og smiðs á Þorbrandsstöðum, hjáleigu frá Geitaskarði í Langadal í A-Hún., f. 5. janúar 1823, d. 9. júní 1911, Brandssonar bónda í Hátúni á Langholti í Skagafirði, skírður 5. apríl 1786, d. 23. október 1872, Brandssonar, og barnsmóður Brands, Ingibjargar, þá ógiftrar vinnukonu í Hátúni, síðar húsfreyju á Vöglum í Blönduhlíð í Skagafirði, f. 1798, d. 4. janúar 1838, Kjartansdóttur.
Móðir Jónasar og barnsmóðir Jóns Brandssonar var Elín ógift vinnukona á Skinnastöðum á Ásum í A-Hún., síðar húsfreyja þar, f. 9. október 1823, d. 13. júlí 1892, Semingsdóttir bónda á Skinnastöðum, f. 14. október 1818, drukknaði í Blöndu 30. júlí 1867, Semingssonar, og konu Semings yngri, Sesselju húsfreyju, f. 12. júní 1793, d. 27. júní 1846, Guðmundsdóttur.

Móðir Haraldar og bústýra (sambúðarkona) Jónasar var Sigríður húsfreyja, f. 20. desember 1853 á Báruhaugseyri á Álftanesi, d. 7. maí 1927, Jónsdóttir sjávarbónda í Deild á Álftanesi 1860, f. 9. febrúar 1827, d. 11. nóvember 1904, Jónssonar sjávarbónda í Deild 1835, f. 1800, d. 21. nóvember 1861, Ólafssonar, og konu Jóns Ólafssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1789, d. 25. maí 1845, Auðunsdóttur.
Móðir Sigríðar og kona Jóns í Deild var Guðfinna húsfreyja, f. 25. apríl 1827, d. 6. október 1925, Sigurðardóttir bónda og formanns í Landakoti á Álftanesi, f. 3. september 1798, d. 8. júlí 1853, Grímssonar, og konu Sigurðar Grímssonar, Vilborgar húsfreyju, f. 21. desember 1797, d. 29. júní 1881, Jónsdóttur.

Systir Haraldar í Eyjum var Oddný Elín Jónasdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum 1910 og 1920, f. 24. mars 1878, d. 30. nóvember 1967, kona Guðmundar Gíslasonar útvegsbónda á Vilborgarstöðum, f. 9. janúar 1883, d. 8. apríl 1969.

Haraldur var á Bakka á Álftanesi 1890, í Moldarhúsi á Álftanesi 1901.
Hann fluttist til Eyja alkominn 1915.
Þau Ágústa bjuggu á Vilborgarstöðum 1915, á Strandbergi 1916, á Vilborgarstöðum 1917-1924.
Þau voru komin í nýbyggt hús sitt Garðshorn 1925 og bjuggu þar síðan.

Haraldur var bátsformaður um skeið.
Þeir Árni Ólafsson í Túni tóku að sér fiskverkun fyrir útgerðir í Eyjum og unnu við það um árabil. Að síðustu var hann fiskimatsmaður.

I. Kona Haraldar, (1915), var Ágústa Friðsteinsdóttir húsfreyja í Garðshorni, f. 13. ágúst 1891, d. 10. ágúst 1977. Börn þeirra:
1. Ásta Guðmunda Haraldsdóttir húsfreyja í Garðshorni, f. 26. október 1914 í Reykjavík, d. 2. júní 2005, gift Bjarna Gíslasyni Jónssyni, f. 28. september 1911, d. 9. júní 1987.
2. Sigríður Haraldsdóttir húsfreyja að Saltabergi, f. 29. júní 1916 á Strandbergi, d. 17. febrúar 1993, gift Hlöðveri Johnsen bankaritara.
3. Guðríður Haraldsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1917 á Vilborgarstöðum, d. 21. desember 1961, gift Þórarni Þorsteinssyni kaupmanni, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984.
4. Ágústa Haraldsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1919 á Vilborgarstöðum, d. 27. desember 1989, gift Trausta Jónssyni verslunarmanni og bifreiðastjóra, f. 11. janúar 1917, d. 2. janúar 1994.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1850-1890. Margir höfundar, en aðalhöfundur: Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1981-1999.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.
  • Magnús Bjarnason.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.