Hans Peter Vilhelm Möller

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. ágúst 2015 kl. 20:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. ágúst 2015 kl. 20:23 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hans Peter Vilhelm Möller vinnumaður á Ofanleiti fæddist 30. júní 1856 og fórst 21. desember 1877.
Foreldrar hans voru Carl Ludvig Möller verslunarstjóri í Juliushaab, f. 1816, d. 7. júlí 1861, og kona hans Ingibjörg Þorvarðsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1821, d. 7. september 1899.

Systkini Hans Peters Vilhelms í Eyjum voru:
1. Maria Sophie Friðrikke Möller, f. 28. október 1847. Hún fluttist til Danmerkur.
2. Jóhanna Möller, f. 20. janúar 1850, d. 18. apríl 1914.
3. Vilhelmine Juliette Möller, f. 5. maí 1852.
4. Hansína Möller, f. 28. júní 1854, d. 20. ágúst 1940.
5. Carl Axel Möller símstjóri, f. 8. febrúar 1859, d. 14. nóvember 1937.
6. Haraldur Lúðvík Möller trésmiður, kaupmaður, f. 14. apríl 1861, á lífi 1930.

Hans Peter Vilhelm var með foreldrum sínum meðan beggja naut við.
Hann var tökudrengur á Ofanleiti hjá séra Brynjólfi Jónssyni og Ragnheiði Jónsdóttur húsfreyju 1863 og enn 1869, 14 ára fósturbarn þar 1870, léttadrengur 1871 og enn 1873, vinnudrengur þar 1874-1876, skráður látinn í lok árs 1877.
Hann „tók út af brimi og drukknaði í Þorlaugargerðisgrjótum, er hann vildi bjarga tré“ 21. desember 1877.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.