Halla Árnadóttir (Arnarnesi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Halla Árnadóttir frá Miðgrund u. Eyjafjöllum, húsfreyja, saumakona fæddist þar 19. júlí 1886 og lést 13. mars 1962.
Foreldrar hennar voru Árni Filippusson bóndi, f. 28. september 1848, d. 12. febrúar 1915, og kona hans Halla Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1851, d. 2. febrúar 1912

Halla var með foreldrum sínum, á Miðgrund, á Holtsvelli í Ásólfsskálasókn 1890, í Björnskoti þar 1901 og 1910.
Hún flutti til Eyja 1917, var lausakona, saumakona í Brekkuhúsi 1920. Þau Gísli giftu sig 1921, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Hlíðarási við Faxastíg 3 við fæðingu Guðbjargar Höllu 1922, í Arnarnesi við Brekastíg 36 1927 og 1949. Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu síðast í Hólmgarði 45.
Gísli lést 1956 og Halla 1962.

I. Maður Höllu, (10. febrúar 1921), var Gísli Guðmundsson frá Skúfsstöðum í Skagafirði, bóndi, verkamaður, sjómaður, f. 11. ágúst 1876, d. 2. júlí 1956.
Barn þeirra:
1. Guðbjörg Halla Gísladóttir, f. 5. ágúst 1922 í Hlíðarási. Maður hennar Baldur Skarphéðinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.