Hafliði Albertsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hafliði Helgi Albertsson.

Hafliði Helgi Albertsson úr Reykjavík, sjómaður, verkstjóri, öryggisvörður fæddist 25. október 1941 og lést 13. júlí 2008 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Albert Aspey, breskur hermaður, f. 1. júní 1910 og Helga Guðbjörg Kristjánsdóttir frá Búðum á Snæfellsnesi, f. 29. apríl 1919, d. 19. desember 1943.
Fósturforeldrar Hafliða voru hjónin Guðmundur Breiðfjörð Jóhannsson sjómaður á Hellissandi, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 4. júlí 1907, d. 4. mars 1987, og kona hans Mínerva Hafliðadóttir húsfreyja, verkakona, f. 20. júní 1903, d. 3. maí 1996.

Bróðir Hafliða, sammæðra, var
1. Georg Stanley Aðalsteinsson skipstjóri, f. 1. desember 1936, d. 26. febrúar 2021.

Hafliði var með móður sinni, en fór 9 mánaða gamall í fóstur til Mínervu og Guðmundar.
Hafliði varð sjómaður í Eyjum, hóf síðan störf hjá Hraðfrystistöðinni, var verkstjóri í Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar (FES). Frá 1991 var hann öryggisvörður hjá Securitas í Reykjavík.
Hafliði var í Lúðrasveit Vestmannaeyja, tók þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins í Eyjum, sat í ýmsum nefndum bæjarins, m.a. Barnaverndarnefnd og Brunavarnanefnd.
Þau Álfheiður giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Sigríður giftu sig, eignuðust eitt barn og Hafliði ættleiddi son Sigríðar. Þau bjuggu við Bröttugötu og á Svalbarði við Birkihlíð 24, fluttu til Reykjavíkur 1991.
Hafliði lést 2008.

I. Kona Hafliða Helga, (27. október 1962, skildu), er Álfheiður Ósk Einarsdóttir, f. 28. október 1943. Foreldrar hennar voru Einar Ólafsson frá Strönd við Miðstræti 9a, sjómaður, trillukarl, f. 1. maí 1910, d. 23. mars 1967, og kona hans Guðrún Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1915, d. 23. apríl 1954.
Barn þeirra:
1. Guðrún Eyja Hafliðadóttir, f. 27. janúar 1963, d. 11. október 1968.

I. Kona Hafliða er Sigríður Hauksdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1946. Foreldrar hennar Haukur Guðmundsson skrifstofumaður, f. 29. desember 1921, d. 21. nóvember 2002, og kona hans Sigurbjörg Eiríksdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 29. ágúst 1924, d. 13. janúar 2010.
Börn þeirra:
1. Kristinn Hjalti Hafliðason. Hann er kjörsonur Hafliða, sonur Sigríðar, f. 18. janúar 1668. Fyrrum sambúðarkona Ólöf Þrándardóttir.
2. Haukur Hafliðason, skráði sig Sigríðarson, bifreiðastjóri, f. 10. nóvember 1974, d. 19. maí 2019. Fyrrum kona hans Dóra Ósk Bragadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.