Hafdís Adolfsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. nóvember 2022 kl. 17:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. nóvember 2022 kl. 17:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Hafdís Adolfsdóttir (hjúkrunarfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Hafdís Adolfsdóttir.

Hafdís Adolfsdóttir skurðstofuhjúkrunarfræðingur fæddist 25. apríl 1946 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Adolf Magnússon frá Sjónarhóli, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1922, d. 29. nóvember 2005, og barnsmóðir hans Sigrún Sigtryggsdóttir frá Ísafirði, verkakona, húsfreyja f. 14. mars 1915, d. 2. október 1980.

Börn Adolfs og Þorgerðar Sigríðar Jónsdóttur konu hans:
Börn þeirra:
2. Sólveig Adolfsdóttir, f. 1. október 1946 á Hlíðarenda á Ísafirði. Maður hennar Þór Ísfeld Vilhjálmsson.
3. Kristín Margrét Adolfsdóttir, f. 17. nóvember 1947 í Bjarma. Maður hennar Hafsteinn Sæmundsson.
4. Kristján Ágúst Adolfsson, f. 14. apríl 1949 í Bjarma. Kona hans Guðríður Óskarsdóttir.
5. Jóna Ágústa Adolfsdóttir, f. 16. júní 1950 í Bjarma. Maður hennar Páll Jónsson.
6. Guðrún Hlín Adolfsdóttir, f. 24. mars 1952 í Bjarma. Maður hennar Ragnar Jónsson.
7. Guðmundur Adolf Adolfsson, f. 13. október 1955 í Bjarma. Kona hans Valdís Jónsdóttir.
8. Soffía Svava Adolfsdóttir, f. 5. janúar 1959 að Vestmannabraut 76. Maður hennar Þórður K. Karlsson.

Hafdís var með móður sinni í æsku, í Reykjavík, í Höfðahúsi í Eyjum og Hafnarfirði.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1963, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í ágúst 1968, lauk framhaldsnámi í skurðstofuhjúkrun í Borgarspítalanum í október 1971.
Hafdís var hjúkrunarfræðingur á taugasjúkdómadeild Landspítalans 7. mars 1969 -11. júlí 1970, á skurðstofu Borgarspítalans 1. nóvember 1970 -25. maí 1974, slysadeild 30. maí -10. september 1976, á skurðstofu St. Jósefsspítala Hafnarfirði 1. nóvember 1976 -23. ágúst 1983, skólahjúkrunarfræðingur í Garðaskóla 15. ágúst 1983 -15. ágúst 1985, hjúkrunarfræðingur á lyflæknisdeild St. Jósefsspítala 20. september 1984 -10. maí 1985.
Hafdís var hjúkrunarfræðingur í Dovre sykehus Lillesand í Noregi 3. ágúst -31. desember 1985, Birkenes sykehus í Noregi frá 2. janúar 1986.
Þau Kristján giftu sig 1968, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Garðabæ, fluttu til Noregs 1985.

I. Maður Hafdísar, (17. ágúst 1968), er Kristján Eyfjörð Hilmarsson bifreiðastjóri, verkstjóri, sjómaður, f. 5. janúar 1947. Foreldrar hans Hilmar Mýrkjartansson bifreiðastjóri, f. 5. ágúst 1928, og Klara Kristjánsdóttir, f. 28. ágúst 1928.
Börn þeirra:
1. Elísabet Kristjánsdóttir, f. 27. febrúar 1967.
2. Ríkharður Örn Kristjánsson, f. 24. desember 1969.
3. Bjarki Örvar Kristjánsson, f. 24. maí 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.