Húsavík
Jump to navigation
Jump to search
Húsið Húsavík stóð við Urðaveg 28a. Það var Auðunn Jónsson og Guðrún Gísladóttir sem reistu húsið árið 1918. Húsavík var tvíbýlishús.
Í eystri hlutanum bjó, þegar gaus, Jón, sonur Auðuns og Sigríður Jónsdóttir kona hans. Jón var ævinlega kenndur við húsið, sem og synir hans; Sigurður Jónsson fyrrum vallarstjóri og verkstjóri, hefur t.d. ávallt verið nefndur Siggi í Húsavík.
Í vestari hlutanum bjó lengi Kjartan Ólafsson, fiskmatsmaður, faðir Jóns fyrrum verkalýðsleiðtoga. Í þeim hluta hússins bjuggu, þegar gaus, Ársæll Árnason smiður, ásamt konu sinni, Ingunni Sigurbjörnsdóttur og dætur þeirra Laufey og Ingunn.
Aðrir íbúðar Guðmundur Valdimarsson og Margrét Ólafsdóttir ásamt dætrum sínum.
Myndir
Heimildir
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.
- Húsin undir hrauninu, haust 2012.