Gunnlaugur Axelsson (framkvæmdastjóri)

From Heimaslóð
Revision as of 14:39, 23 June 2022 by Viglundur (talk | contribs)
Jump to navigation Jump to search
Gunnlaugur Jón Ólafur Axelsson.

Gunnlaugur Jón Ólafur Axelsson frá Kirkjuvegi 67, húsgagnasmiður, framkvæmdastjóri fæddist þar 31. maí 1940 og lést 16. október 2006 af slysförum.
Foreldrar hans voru Axel Halldórsson kaupmaður, f. 11. júní 1911, d. 31. maí 1990, og kona hans Sigurbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1916, d. 1. júní 2000.

Börn Sigurbjargar og Axels:
1. Anna Dóra Axelsdóttir, f. 12. ágúst 1937, d. 3. janúar 1953.
2. Gunnlaugur Jón Ólafur Axelsson framkvæmdastjóri, f. 31. maí 1940, d. 16. október 2006. Kona hans Fríða Dóra Jóhannsdóttir.
3. Hildur Axelsdóttir húsfreyja, bóndi á Grjóteyri í Kjós, f. 12. febrúar 1944. Maður hennar Kristján Finnsson
4. Kristrún Axelsdóttir húsfreyja, bankafulltrúi, f. 12. febrúar 1944. Maður hennar Sigmar Pálmason.
5. Magnús Ólafur Helgi Axelsson kennari, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 8. júní 1948. Kona hans Guðrún Árný Arnarsdóttir.
6. Halldór Gunnlaugsson Axelsson rafeindavirkjameistari, framkvæmdastjóri, f. 29. ágúst 1952. Kona hans Anna Sólveig Óskarsdóttir.

Gunnlaugur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk 3. bekkjar prófi í miðskóladeild í Gagnfræðaskólanum 1956, lauk námi í húsgagnasmíði.
Hann varð framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Völundar, síðar Skipalyftunnar. Gunnlaugur var félagi í Karlakórnum, einn af stofnfélögum Kiwanisklúbssins Helgagfells og félagi í Golfklúbbnum.
Þau Fríða Dóra giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra. Þau bjuggu á Kirkjuvegi 67 og Kirkjuhvoli við Kirkjuveg 65.
Gunnlaugur lést 2006 og Fríða Dóra 2022.

I. Kona Gunnlaugs, (1960), var Fríða Dóra Jóhannsdóttir frá Fagurlyst-litlu við Urðaveg 18, húsfreyja, verslunarmaður, veitingakona, f. 18. mars 1939, d. 28. maí 2022.
Börn þeirra:
1. Axel Valdimar Gunnlaugsson, f. 11. júní 1958. Kona hans Fríða Sigurðardóttir.
2. Anna Dóra Gunnlaugsdóttir, f. 17. desember 1960, d. 29. september 1965.
3. Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir, f. 14. nóvember 1964. Maður hennar Guðjón Örn Guðjónsson.
4. Halldór Gunnlaugsson, f. 10. apríl 1973. Barnsmóðir hans Árdís Ármannsdóttir. Kona hans Lovísa Guðbjörg Ásgeirsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.