Gunnar Hlíðar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Hlíðar.

Gunnar Einarsson Sigurðsson Hlíðar dýralæknir, póst- og símstöðvarstjóri fæddist 20. maí 1914 á Akureyri og lést 22. desember 1957.
Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson Hlíðar yfirdýralæknir þar, f. 4. apríl 1885, d. 18. desember 1962, og kona hans Guðrún Louisa Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1887, d. 6. júní 1963.

Bróðir Gunnars Hlíðars í Eyjum var
1. Jóhann Hlíðar prestur, f. 25. ágúst 1918, d. 1. maí 1997.

Gunnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1937, stundaði nám í læknisfræði í Háskóla Íslands 1937-1941, lauk prófi í heimspeki og efnafræði 1938, en hætti námi vegna heilsubrests, en stundaði nám í dýralækningum undir leiðsögn föður síns.
Gunnar vann á sumrin 1940 og 1941 á sjúkrahúsinu á Akureyri.
Hann var símstjóri og bóndi á Krossum á Árskógsströnd í Eyjafirði 1943-1944, póst og símstjóri í Borgarnesi frá 1952 til dánardægurs.
Gunnar var heilbrigðisfulltrúi og dýralæknir í Eyjum 1944-1952.
Hann var stundakennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1945-1949, í Iðnskólanum í Eyjum 1946-1951.
Gunnar sat í yfirskattanefnd í Eyjum 1946-1952, sat í stjórn Starfsmannafélags Vestmannaeyja 1945-1952, Búnaðarfélagsins 1947-1952. Hann var formaður skólanefndar barnaskólans 1949-1950, og ritstjóri Fylkis 1948-1949.
Þau Ingunn giftu sig 1941, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Steinsstöðum og við Fífilgötu 2.
Gunnar lést 1957 og Ingunn 1994.

I. Kona Gunnars, (6. desember 1941), var Hólmfríður Ingunn Sigurjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 10. ágúst 1910, d. 7. apríl 1994.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ingibjörg Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 9. ágúst 1942 á Akureyri. Maður hennar Jean Jensen
2. Brynja Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 16. september 1943 á Krossum á Árskógsströnd. Maður hennar Hörður Árnason, látinn.
3. Hildigunnur Hlíðar lyfjafræðingur, f. 22. ágúst 1944 á Krossum á Árskógsströnd. Maður hennar Birgir Dagfinnsson.
4. Jónína Vilborg Hlíðar húsfreyja, f. 10. mars 1946 á Steinsstöðum. Maður hennar Reynir Aðalsteinsson.
5. Sigríður Hlíðar kennari, f. 5. nóvember 1950 á Fífilgötu 2. Maður hennar Karl Jeppesen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.