Guðni Gunnarsson (verksmiðjustjóri)

From Heimaslóð
Revision as of 21:05, 17 January 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Guðni Kristinn Gunnarsson.

Guðni Kristinn Gunnarsson frá Horninu (Brúarhúsi) við Vestmannabraut 1, verkfræðingur, verksmiðjustjóri fæddist 25. október 1925 í Brúarhúsi og lést 10. júlí 1984, jarðsettur í Eyjum.
Foreldrar hans voru Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistari, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979, og kona hans Sigurlaug Pálsdóttir húsfreyja, f. 20. maí 1892, d. 23. apríl 1976.

Börn Sigurlaugar og Gunnars:
1. Páll Óskar Gunnarsson, f. 21. apríl 1914 í Miðey, d. 10. október 1976.
2. Guðrún Olga Gunnarsdóttir, f. 26. apríl 1915 í Miðey, d. 25. október 1925.
3. Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson vélstjóri, f. 29. apríl 1916 í Miðey, d. 22. mars 2001.
4. Eggert Gunnarsson, f. 13. júní 1917 í Þinghúsinu, d. 24. febrúar 1920.
5. Rannveig Hulda Gunnarsdóttir, f. 2. ágúst 1918 í Bifröst, d. 3. desember 1918.
6. Guðmunda Gunnarsdóttir húsfreyja, verkalýðsfrömuður, bæjarfulltrúi, f. 30. júlí 1920 á Oddsstöðum, d. 25. maí 2009.
7. Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari, f. 4. september 1922 í Brúarhúsi, (Horninu, Vestmannabraut 1), d. 4. janúar 1991.
8. Guðni Kristinn Gunnarsson verkfræðingur í Bandaríkjunum, verksmiðjustjóri, f. 25. október 1925 í Brúarhúsi, d. 10. júlí 1984.
9. Jón Gunnarsson vélstjóri, skipasmíðameistari, f. 2. desember 1927 í Brúarhúsi, d. 4. desember 2005.
10. Svava Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1929 í Brúarhúsi.
11. Þorsteinn Gunnarsson vélstjóri, f. 1. nóvember 1932 í Brúarhúsi, d. 24. maí 1958.
12. Þórunn Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1939 í Brúarhúsi, d. 12. júní 2020.
Guðni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1946, lauk B.Eng.-prófi í MCGill University í Montreal í Kanada 1950, M.Eng.-prófi í efnaverkfræði 1952.
Guðni var verkfræðingur hjá Fisheries Research Board of Canada, Technological Station í Halifax 1952-1954 og 1957-1959, verkfræðingur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í Reykjavík 1962-1963 og hjá Coldwater Seafood Corporation, Nanticoke, Maryland í Bandaríkjunum 1954-1956 og 1960-1961.
Guðni var verksmiðjustjóri í Nanticoke 1963-1968 og í Cambridge í Maryland frá 1968.
Þau Eygló giftu sig 1947, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Kanada um skeið meðan Guðni var þar við nám og störf, í Halifax þar 1952-1954, í Maryland 1954-1956, í Halifax 1957-1959, í Maryland 1960-1961, á Íslandi 1962-1963, í Salisbury í Maryland frá 1963.
Guðni lést 1984, en Eygló bjó áfram í Salisbury. Hún lést 2009.

I. Kona Guðna, (24. maí 1974), var Emilía Eygló Jónsdóttir frá Hólmi, húsfreyja, skrifstofumaður, sjálfboðaliði, f. 25. október 1925.
Börn þeirra:
1. Anna Jóna Pfeiffer, 6. apríl 1955 í Reykjavík. Maður hennar Leonard Pfeiffer IV.
2. Gunnar Kristinn Gunnarsson, f. 8. apríl 1964 í New York. Kona hans Jennifer Jill Johnston.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 10. ágúst 2009. Minning Eyglóar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.