Guðrún V. Hafsteinsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Vilhelmína Hafsteinsdóttir, húsfreyja fæddist 2. mars 1971 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Hafsteinn Ragnarsson, smiður, tryggingaráðgjafi og sölufulltrúi, f. 1. desember 1952, og kona hana Steinunn Hjálmarsdóttir, húsfreyja, verslunarmaður, móttökuritari, f. 29. apríl 1951.

Þau Aðalsteinn giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau búa í Kópavogi.

I. Maður Guðrúnar, skildu, er Aðalsteinn Ingólfsson, f. 17. apríl 1970. Foreldrar hans Ingólfur Karlsson, f. 8. ágúst 1942, og Sigrún Dagmar Jóhannsdóttir, f. 15. maí 1942.
Börn þeirra:
1. Elvar Þór Aðalsteinsson, f. 20. nóvember 1994 í Rvk.
2. Kristófer Axel Aðalsteinsson, f. 15. janúar 1996 í Rvk.
3. Steinunn Rebekka Aðalsteinsdóttir, f. 7. október 2004 í Danmörku.

II. Maður Guðrúnar er Sigurður Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri, f. 28. janúar 1963. Foreldrar hans Sigurgeir Kristjánsson, stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 15. nóvember 1930, d. 8. júní 2013, og kona hans Sólveig Berndsen, húsfreyja, f. 24. apríl 1936, d. 17. janúar 2018.
Barn þeirra:
4. Sigurður Aron Sigurðarson, f. 18. mars 2016.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.