Guðrún Sigurðardóttir (Hólmi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. febrúar 2020 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. febrúar 2020 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðrún Sigurðardóttir (Hólmi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Sigurðardóttir frá Fagurhól fiskverkakona, saumakona fæddist þar 7. september 1912 og lést 29. janúar 1998.
Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður í Fagurhól, f. 17. september 1883, drukknaði 2. febrúar 1914, og kona hans Þóranna Ögmundsdóttir húsfreyja, verkakona, verkalýðsleiðtogi, f. 1. desember 1873, d. 16. maí 1959.
Fósturforeldrar Guðrúnar voru Jón Ólafsson formaður, útgerðarmaður á Hólmi og fyrri kona hans Stefanía Einarsdóttir húsfreyja.

Börn Þórönnu og Sigurðar voru:
1. Vigdís Ögmunda Sigurðardóttir, f. 25. desember 1908, d. 12. janúar 1909.
2. Sigurjón Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 7. desember 1909, d. 9. ágúst 1997.
3. Ögmundur Sigurðsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 17. janúar 1911, d. 22. september 1994.
4. Guðrún Sigurðardóttir verkakona, f. 7. september 1912, d. 29. janúar 1998.
5. Sigurrós Sóley Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1913, d. 3. september 2001.
Börn og fósturbörn Stefaníu og Jóns:
6. Anna Ólafía Jónsdóttir húsfreyja á Blátindi við Heimagötu, f. 11. október 1917, d. 9. júlí 2007.
7. Emilía Jónsdóttir, f. 4. maí 1919, d. 20. febrúar 1920.
8. Eygló Jónsdóttir, f. 20. september 1924, d. 29. janúar 1925.
9. Emilía Eygló Jónsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 25. október 1925, d. 5. júlí 2009.
Barn Jóns á Hólmi og Guðrúnar Sigurjónsdóttur síðari konu hans:
10. Ólafur Jónsson rafvélavirki, slökkviliðsmaður, f. 3. nóvember 1940.
Kjörsonur Jóns og Stefaníu:
11. Magnús Jónsson, sjómaður, f. 11. september 1929, d. 16. ágúst 2006.
Fósturbarn Stefaníu og Jóns:
4. Guðrún Sigurðardóttir verkakona, f. 7. september 1912, d. 29. janúar 1998.

Guðrún var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hennar drukknaði, er hún var eins og hálfs árs gömul. Hjónin á Hólmi buðust til að taka hana í fóstur og þar var hún frá sjö ára aldri.
Guðrún var fiskverkakona. Hún vann við sauma í Reykjavík í nokkur ár og við fiskvinnslu á Austfjörðum. Hún var listfeng og málaði myndir.
Hún fór síðar til Önnu uppeldissystur sinnar að Blátindi og bjó hjá þeim Þorsteini Sigurðssyni frá 1943, uns hún fór að Hraunbúðum um 1993.
Guðrún lést 1998, ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.