Guðrún S. Björnsdóttir (Hálsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðrún Sigríður Björnsdóttir.

Guðrún Sigríður Björnsdóttir húsfreyja, verkakona, ræstitæknir á Hálsi fæddist 7. febrúar 1920 á Minna-Núpi og lést 8. október 2011.
Foreldrar hennar voru Björn Jakobsson verkamaður, bóndi, sjómaður, netagerðarmaður, húsasmiður, póstur, f. 29. ágúst 1893 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 2. febrúar 1974, og kona hans Steinunn Jónsdóttir húsfreyja frá Syðri-Rotum u. V-Eyjafjöllum, f. 28. júní 1884, d. 22. mars 1968.

Börn Steinunnar og Björns:
1. Sveinn Alexander Björnsson sjómaður, f. 14. júlí 1916, drukknaði af v.b. Gottu fyrir Norðurlandi 16. september 1936.
2. Jakobína Björnsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1918, d. 21. september 1946.
3. Andvana barn, f. 7. mars 1919.
4. Sveinbarn f. 7. mars 1919, d. sama dag.
5. Guðrún Sigríður Björnsdóttir húsfreyja á Hálsi, f. 7. febrúar 1920 á Minna-Núpi, d. 8. október 2011.
6. Sæmundur Kári Björnsson, f. 6. janúar 1921 á Minna-Núpi, d. 21. júlí 1923.
7. Guðríður Sigurbjörg Björnsdóttir, f. 12. desember 1921 á Minni-Núpi, d. 25. desember 1922.
8. Sigurleif Ólafía Björnsdóttir húsfreyja, f. 7. september 1923 á Minna-Núpi, d. 26. nóvember 1956.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, á Kirkjuhól við Bessastíg 4 1930 og 1934.
Guðrún og Óskar leigðu vertíðarmönnum og sá Guðrún um þvott fyrir þá og ýmislegt þeim tengt. Við Gosið fluttu þau á Selfoss og bjuggu þar í eitt ár og þá vann Guðrún í Sláturhúsinu á Selfossi, en eftir að þau fluttu aftur til Eyja starfaði hún við ræstingar í Barnaskóla Vestmannaeyja til 70 ára aldurs.
Þau Óskar giftu sig 1939, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Lyngbergi í fyrstu, síðar á Hálsi við Brekastíg 28 meðan báðum entist líf.
Óskar Vigfús lést 1997. Guðrún dvaldi að síðustu í Hraunbúðum. Hún lést 2011.

I. Maður Guðrúnar Sigríðar, (28. október 1939), var Óskar Vigfús Vigfússon sjómaður, verkamaður, f. 25. maí 1910 í Reykjavík, d. 28. júní 1997.
Börn þeirra:
1. Sveinbjörg Óskarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 5. janúar 1941 á Lyngbergi. Maður hennar Stefán B. Ólafsson.
2. Elín Guðrún Óskarsdóttir Hafberg húsfreyja í Hafnarfirði, f. 23. maí 1942 á Lyngbergi. Maður hennar Eysteinn G. Hafberg.
3. Sigursteinn Óskarsson netagerðarmeistari í Eyjum, f. 7. ágúst 1945 á Hálsi. Kona hans Sigrún Ágústsdóttir.
4. Birgir Óskarsson vélvirki, trésmiður á Hvolsvelli, f. 8. september 1950 á Brekastíg 28. Kona hans Pálína S. Guðbrandsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 22. október 2011. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.