Guðrún Helga Einarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Helga Einarsdóttir vinnukona fæddist 13. mars 1894 og lést 1928.
Foreldrar hennar voru Einar Árnason, þurrabúðarmaður í Hansabæ í Húsavík, S.-Þing., bóndi í Ólabæ í Húsavíkursókn 1901, f. 25. mars 1862, d. 24. ágúst 1902, og kona hans Ólína Árnadóttir, f. 12. janúar 1864, d. 2. júní 1947.

Guðrún var með foreldrum sínum í Hansabæ 1897-1900, í Ólabæ 1901.
Hún flutti til Eyja, var vinnukona á Sjónarhóli 1918.
Guðrún eignaðist barn með Kristjáni á Sjónarhóli 1918. Hún lést 1928.
Barnsfaðir hennar var Kristján Hansen Trondhjem.

I. Barnsfaðir Guðrúnar var Kristján Hansen Trondhjem.
Barn þeirra:
1. Sigurður Kristjánsson, framreiðslumaður í Rvk, f. 13. febrúar 1918 á Sjónarhóli við Sjómannasund 10b, d. 21. nóvember 1980. Kona hans Stefanía Aðalsteinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.