Guðrún Erlendsdóttir (Ólafshúsum)
Jump to navigation
Jump to search
Guðrún Erlendsdóttir í Ólafshúsum fæddist á Skíðabakka í A-Landeyjum 19. apríl 1879 og lést 12. júní 1965, dvaldi síðast á Elliheimilinu Grund.
For.: Erlendur Erlendsson bóndi á Skíðabakka (Austurbænum), A-Landeyjum, f. 7. september 1833, d. 19. nóvember 1904, og k.h. Oddný Árnadóttir húsfreyja, f. 10. október 1839, d. 31. mars 1905.
Guðrún var systir Jórunnar í Ólafshúsum og Oddnýjar í Dvergasteini.
Hún var um skeið vinnukona í Ólafshúsum, fluttist suður með sjó og bjó þar lengst af.
Að síðustu dvaldi hún á Elliheimilinu Grund í Reykjavík.
Hún giftist ekki og átti ekki börn.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.