Guðrún Einarsdóttir (Kanastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 13:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 13:30 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Einarsdóttir.

Guðrún Einarsdóttir húsfreyja á Kanastöðum fæddist 28. febrúar 1909 og lést 28. desember 1986.
Faðir hennar var Einar bóndi á Neðri-Mýrum í Refasveit, A-Hún., f. 12. febrúar 1875, d. 16. janúar 1934, Guðmundsson bónda á Miðgili í Engihlíðarhreppi, A-Hún., f. 4. maí 1846, d. 27. desember 1919, Þorkelssonar bónda á Skeggjastöðum á Skaga, f. 17. júlí 1824, drukknaði 14. júlí 1859, Þorsteinssonar, og konu Þorkels, Bjargar húsfreyju, f. 1814, d. 25. apríl 1887, Pétursdóttur.
Móðir Einars á Neðri-Mýrum og kona Guðmundar á Miðgili var Guðrún húsfreyja, f. 4. apríl 1848, d. 6. júní 1921, Einarsdóttir útvegsbónda í Bollagörðum á Seltjarnarnesi, f. 6. nóvember 1818 undir Eyjafjöllum, d. 2. október 1900, Hjörtssonar, og konu Einars, Önnu húsfreyju, f. 1830, d. 1916, Jónsdóttur, (Bollagarðaætt) .

Kona Einars Guðmundssonar á Neðri-Mýrum og móðir Guðrúnar húsfreyju á Kanastöðum var Guðrún Margrét húsfreyja, f. 15. október 1885 á Birnufelli í Fellum í N-Múl., d. 8. september 1956, Hallgrímsdóttir bónda á Birnufelli, f. 22. febrúar 1855, d. 29. september 1889, Helgasonar bónda á Geirólfsstöðum í Skriðdal, S-Múl., f. 17. mars 1825, Hallgrímssonar, og konu Helga, Margrétar húsfreyju, f. 19. febrúar 1824, d. 26. september 1903, Sigurðardóttur.
Móðir Guðrúnar Margrétar og kona Hallgríms á Birnufelli var Guðrún Björg húsfreyja, f. 16. október 1852, d. 6. ágúst 1899, Oddsdóttir bónda á Hreiðarsstöðum í Fellum, N-Múl., f. 13. mars 1828, d. 21. janúar 1888, Jónssonar, og konu Odds, Solveigar húsfreyju, f. 24. september 1826, d. 24. nóvember 1889, Guðmundsdóttur.

Maður Guðrúnar var Jóhannes Gunnar Gíslason gjaldkeri frá Eyjarhólum, f. 14. júlí 1906, d. 2. janúar 1995.

Börn Jóhannesar og Guðrúnar eru:
1. Erna, fædd 2. janúar 1937. Maki: Sveinbjörn Hjálmarsson Jónssonar, f. 11. september 1931.
2. Hjálmar Þór, fæddur 23. september 1940. Maki (skildu): Helga Sveinbjörnsdóttir Hjartarsonar, f. 31. október 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.