Guðrún Þorsteinsdóttir (Arnarfelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir frá Arnarfelli, húsfreyja fæddist 6. ágúst 1931 á Strönd og lést 27. mars 2012.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Kristinn Gíslason skipstjóri, útgerðarmaður, f. 5. maí 1902 á Eskifirði, d. 25. maí 1971, og kona hans Guðrún Lilja Ólafsdóttir frá Strönd, f. þar 30. júlí 1911, d. 2. apríl 1993.

Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir.

Börn Lilju og Þorsteins:
1. Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 6. ágúst 1931, d. 27. mars 2012.
2. Gísli Guðni Þorsteinsson, f. 14. september 1932, d. í júní 1933.
3. Erna Þorsteinsdóttir, f. 18. ágúst 1936. d. 2. janúar 2012.
4. Hulda Þorsteinsdóttir, f. 16. febrúar 1940.
5. Þorsteinn Gísli Þorsteinsson, f. 22. nóvember 1943, d. 17. ágúst 2022.
6. Ólafur Diðrik Þorsteinsson, f. 14. janúar 1951, d. 11. október 1997.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, á Strönd fyrstu vikur sínar, þá í Vatnsdal, en tveggja ára fluttist hún með þeim að Arnarfelli. Guðrún starfaði víða, var verkakona 1949, síðar afgreiðslukona við Apótek Vestmannaeyja, bókabúðina við Heiðarveg og við þrif í Iðnskólanum og Hamarsskóla.
Þau Finnbogi giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau byggðu húsið við Heiðarveg 62, þar sem þau bjuggu til ársins 1991, þegar þau fluttu að Áshamri 23 og bjuggu þar til maí 2010, er þau fluttu í dvalar- og hjúkrunarheimilið Hraunbúðir.
Finnbogi Hafsteinn lést 2011 og Guðrún Sigríður 2012.

I. Maður Guðrúnar Sigríðar, (27. september 1952), var Finnbogi Hafsteinn Ólafsson frá Kirkjuhól, netagerðarmeistari, f. 25. september 1928 í Ásnesi, d. 31. maí 2011 í Hraunbúðum.
Börn þeirra:
1. Lilja Guðrún Finnbogadóttir húsfreyja á Akureyri, f. 17. maí 1952 á Kirkjuhól. Maður hennar Gunnar Marinó Sveinbjörnsson.
2. Þorsteinn Finnbogason pípulagningameistari í Eyjum, f. 4. apríl 1959. Kona hans Hulda Berglind Skarphéðinsdóttir.
3. Ingibjörg Finnbogadóttir húsfreyja, stúdent frá Laugarvatni, f. 9. júlí 1961. Fyrri maður hennar Sigurður Páll Guðjónsson. Maður hennar Jón Pétursson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.