„Guðríður Bjarnadóttir (Sjólyst)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Guðríður Bjarnadóttir (Sjólyst)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 22. febrúar 2014 kl. 17:31

Guðríður Bjarnadóttir.

Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja í Sjólyst fæddist 22. ágúst 1855 og lést 15. febrúar 1931.
Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason bóndi í Dölum, f. 1828 og kona hans Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 1833, á lífi 1901.

Guðríður var 5 ára með foreldrum sínum í Dölum 1860, 15 ára léttastúlka þar hjá Jóni Jónssyni og Ólöfu Ólafsdóttur 1870.
Við manntal 1880 var Guðríður vinnukona í Frydendal hjá Jóhanni J. Johnsen og Önnu Sigríði Árnadóttur.
Hún giftist Guðjóni Jónssyni 1883.
Við manntal 1890 var hún gift húsfreyja í Sjólyst með manni sínum Guðjóni Jónssyni og börnunum Guðjóni Júlíusi Guðjónssyni 6 ára og Tómasi Maríusi Guðjónssyni 3 ára.
Við manntal 1901 bjó Guðríður með Magnúsi Þórðarsyni formanni í Sjólyst og með Tómas hjá sér. Þar var þá einnig Margrét Guðmundsdóttir móðir húsfreyju, 70 ára.
Við manntal 1910 var Guðríður ráðskona hjá Tómasi syni sínum í Sjólyst, átt tvö börn og bæði lifandi. Hjá henni var Sæunn Guðbjörg Sigurðardóttir fósturdóttir hennar, f. 18. september 1904, d. 19. desember 1926. Hún var dóttir Guðbjargar Guðlaugsdóttur í Jakobshúsi
Við manntal 1920 var Guðríður húsfreyja og matselja í Sjólyst með Sæunni Guðbjörgu (nú nefnd Guðbjörg Sæunn).

Guðríður átti tvo menn:
I. Guðjón Jónsson formaður og sýslunefndarmaður, f. 5. desember 1857, d. 13. október 1896, drukknaði.
Börn þeirra voru:
1. Guðjón Júlíus Guðjónsson útvegsbóndi, síðar málari, f. 6. júlí 1884, d. 26. september 1952. Hann var faðir Svövu konu Oddgeirs Kristjánssonar.
2. Tómas Maríus Guðjónsson útgerðarmaður og kaupmaður, f. 13. janúar 1887, d. 14. júní 1958.
II. Magnús Þórðarson formaður, f. 20. september 1874, d. 2. nóvember 1919. Hann var 27 ára „húsbóndi“ í Sjólyst 1901 og Guðríður 45 ára, „hans kona (húsmóðir)“. Hann fór til Vesturheims 1909 og eignaðist nokkur börn.


Heimildir