Guðmundur Kjalar Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Kjalar Jónsson.

Guðmundur Kjalar Jónsson skipstjóri fæddist 19. október 1945 og lést 10. febrúar 2021.
Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson verkamaður í Rvk, f. 7. maí 1904, d. 4. október 1980, og Sólbjört Lilja Stefánsdóttir, f. 20. október 1916, d. 7. júní 1995.

Guðmundur lauk prófi í Stýrimannaskóla Íslands 1966.
Hann hóf sjómennsku á m.s. Skjaldbreið 1960, var háseti á ýmsum bátum 1962-1967, þá stýrimaður á mb. Lunda VE. Hann var skipstjóri á mb. Álsey VE 1968 og Öðlingi VE 1969, stýrimaður á Álftafelli SU 1970, skipstjóri á Æskunni SI 1971-1972, þá skipstjóri á Hafnarnesi RE um sumarið. Hann var háseti á skuttogaranum Júní GK 1974 og síðan á Engey RE, II. stýrimaður á Drangey SK 1975 og I. stýrimaður á Skuttogaranum Hrönn RE þá um haustið og til ársloka 1976, skipstjóri á skuttogaranum Klakki VE 1977. (Þannig 1979).
Þau Særún giftu sig, eignuðust tvö börn og Særún átti eitt barn áður.
Guðmundur lést 2021 og Særún 2022.

I. Kona Guðmundar Kjalars var Særún Sigurgeirsdóttir, f. 14. maí 1947, d. 12. mars 2022. Foreldrar hennar voru Sigurgeir Guðmundur Guðmundsson vélstjóri, f. 16. júní 1903, d. 30. september 1959, og Steinunn Halldórsdóttir, f. 24. júní 1909, d. 30. mars 1970.
Börn þeirra:
1. Lilja Kjalarsdóttir, f. 13. desember 1982.
2. Íris Kjalarsdóttir, f. 5. mars 1985.
Barn Særúnar áður:
3. Stefnir Skúlason, f. 2. september 1968.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Særúnar.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.