Guðmundur Adolf Adolfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Adolf Adolfsson stýrimaður, húsasmíðameistari fæddist 13. október 1955 í Bjarma við Miðstræti 4.
Foreldrar hans voru Adolf Magnússon frá Sjónarhól, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1922 á Sævarbrún, d. 29. nóvember 2005, og kona hans Þorgerður Sigríður Jónsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 19. júlí 1922, d. 22. mars 2003.

Börn Þorgerðar og Adolfs:
2. Sólveig Adolfsdóttir, f. 1. október 1946 á Hlíðarenda á Ísafirði. Maður hennar Þór Ísfeld Vilhjálmsson.
3. Kristín Margrét Adolfsdóttir, f. 17. nóvember 1947 í Bjarma. Maður hennar Hafsteinn Sæmundsson.
4. Kristján Ágúst Adolfsson, f. 14. apríl 1949 í Bjarma. Kona hans Guðríður Óskarsdóttir.
5. Jóna Ágústa Adolfsdóttir, f. 16. júní 1950 í Bjarma. Maður hennar Páll Jónsson.
6. Guðrún Hlín Adolfsdóttir, f. 24. mars 1952 í Bjarma. Maður hennar Ragnar Jónsson.
7. Guðmundur Adolf Adolfsson, f. 13. október 1955 í Bjarma. Kona hans Valdís Jónsdóttir.
8. Soffía Svava Adolfsdóttir, f. 5. janúar 1959 að Vestmannabraut 76. Maður hennar Þórður K. Karlsson.
Barn Adolfs áður:
9. Hafdís Adolfsdóttir skurðstofuhjúkrunarfræðingur, síðar í Noregi, f. 25. apríl 1946 í Reykjavík. Maður hennar Kristján Eyfjörð Hilmarsson. Barn Þorgerðar Sigríðar áður:
1. Þorgerður Arnórsdóttir, f. 25. október 1943. Maður hennar var Grétar Nökkvi Eiríksson verslunarmaður í Reykjavík, f. 4. apríl 1940, d. 13. ágúst 2003.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk skipstjórnarprófi II. stigs í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1980, og lauk sveinsprófi í húsasmíði í Iðnskólanum í Eyjum 1978. Meistari var Sigurður Sigurðsson frá Vatnsdal. Hann fékk meistararéttindi 1994.
Guðmundur var stýrimaður, m.a. á Magnúsi Magnússyni VE, Kap II VE og siðast Náttfara RE 1980-1983.
Hann rak trésmíðafyrirtækið Eik í Eyjum, síðan ,,Gosa trésmíðju“ á Reykjavíkursvæðinu.
Þau Valdís giftu sig 1985, eignuðust tvö börn og sonur Valdísar varð kjörsonur Guðmundar. Þau búa við Gauksás í Hafnarfirði.

I. Kona Guðmundar Adolfs, (16. nóvember 1985), er Valdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1956 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar Jón Arnar Þorvaldsson múrari í Hafnarfirði, f. 10. ágúst 1933, d. 30. janúar 2012, og kona hans Valgerður Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1935, d. 25. október 2008.
Börn þeirra:
1. Lilja Guðmundsdóttir verkfræðingur hjá Ísali, f. 26. janúar 1983 í Rvk. Sambúðarmaður hennar Haraldur Steinþórsson.
2. Rósa Guðmundsdóttir verkfræðingur hjá Ístaki, f. 26. janúar 1983. Maður hennar Birkir Grétarsson.
3. Benedikt Guðmundsson, sonur Valdísar og kjörsonur Guðmundar, verkfræðingur, vinnur hjá Landsneti, f. 18. október 1975. Kona hans Laufey Birna Ómarsdóttir.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðmundur.
  • Íslendingabók.
  • Pálsætt á Ströndum: Niðjatal Páls Jónssonar bónda á Kaldbak í Kaldrananeshreppi og konu hans Sigríðar Magnúsdóttur. Höfundur Pálína Magnúsdóttir. Framlag frá Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar. Útgefandi Líf og saga, 1991.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.