Guðmundur Ísleifsson (Hofsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Ísleifsson trésmiður, bóndi fæddist 18 september 1896 í Ásólfsskálasókn u. Eyjafjöllum og lést 11. janúar 1962.
Foreldrar hans voru Ísleifur Bergsteinsson bóndi í Seljalandsseli, Rang., verkamaður í Eyjum, f. 27. júní 1869, d. 16. mars 1941, og kona hans Guðný Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1866, d. 6. september 1948.

Guðmundur var með foreldrum sínum, í Neðridal u. Eyjafjöllum 1901, í Seljalandsseli þar 1910.
Þau Jóna giftu sig 1923, eignuðust tvö börn í Eyjum. Þau bjuggu í Hlíðarási 1923, á Hofsstöðum 1927. Þau fluttu til lands um 1930, voru bændur í Krýsuvík, bjuggu síðast á Suðurpóli 19 í Rvk.

I. Kona Guðmundar, (24. nóvember 1923), var Jóna Sigríður Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1899, d. 28. febrúar 1935.
Börn þeirra í Eyjum:
1. Elín Guðmundsdóttir, f. 16. október 1923 í Hlíðarási, d. 5. ágúst 2010.
2. Guðmundur Óskar Guðmundsson, f. 13. júlí 1927 á Hofsstöðum, d. 26. janúar 2004.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.