Guðlaug Gunnarsdóttir (Sólhlíð)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðlaug Gunnarsdóttir.

Guðlaug Gunnarsdóttir frá Velli í Hvolhreppi, húsfreyja fæddist þar 21. febrúar 1914 og lést 29. apríl 2007 í Dvalarheimilinu Lundi á Hellu.
Foreldrar hennar voru Gunnar Guðmundsson bóndi á Litla-Moshvoli í Hvolhreppi, f. 26. september 1879, d. 1. nóvember 1964 og kona hans Guðrún Eiríksdóttir húsfreyja, f. 5. janúar 1878, d. 10. desember 1943.

Guðlaug var með foreldrum sínum.
Þau Karl giftu sig 1941, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Grímsstöðum við Skólaveg 27 og í Sólhlíð 26. Þau fluttu til Reykjavíkur 1963, bjuggu við Tómasarhaga.
Karl lést 1990.
Guðlaug dvaldi á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, en síðast á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu.
Hún lést 2007.

I. Maður Guðlaugar, (19. júlí 1941), var Sigurjón Karl Ólafsson skipstjóri, síðar tollvörður í Reykjavík, f. 30. janúar 1915, d. 13. júlí 1990.
Börn þeirra:
1. Gunnar Karlsson, f. 2. desember 1940. Kona hans Ásgerður Þórðardóttir.
2. Guðrún Dagbjört Karlsdóttir, f. 8. febrúar 1945. Maður hennar Sigurjón Magnússon.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.