Guðfinnur Þorsteinsson (vélstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðfinnur Þorsteinsson vélstjóri fæddist 27. apríl 1951 í Kópavogi og fórst 2. september 1987.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Sigurjónsson verkamaður, sjómaður í Rvk og Kópavogi, f. 23. febrúar 1922, d. 16. október 1979, og Sigríður Jóna Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1919, d. 7. júní 2004.

Guðfinnur Þorsteinsson.

Guðfinnur lærði vélstjórn.
Hann var vélstjóri á bátum frá Eyjum frá 1973, var m.a. vélstjóri á Heimaey VE 1981-1987, bjó á Hnjúki við Brekastíg 20.
Guðfinnur var á Hvítingi VE, þegar hann fórst 2. september 1987. Með honum fórst einnig Óli Kr. Sigurjónsson.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.