Guðmundur Eiríksson (Dvergasteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. apríl 2021 kl. 12:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. apríl 2021 kl. 12:00 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Eiríksson frá Dvergasteini, sjómaður fæddist þar 30. maí 1919 og fórst 29. janúar 1940 af hernaðarvöldum.
Foreldrar hans voru Eiríkur Ögmundsson útgerðarmaður, verkstjóri, f. 14. janúar 1884 á Svínhólum í Lóni, A-Skaft, d. 4. janúar 1963, og kona hans Júlía Sigurðardóttir frá Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.

Börn Júlíu og fyrri manns hennar Sigfinns Árnasonar:
1. Óskar Sigfinnsson vélstjóri, skipstjóri í Neskaupstað og Reykjavík, lagerstjóri, f. 17. janúar 1911 í Bræðraborg, d. 1. nóvember 2003.
2. Sigurbjörn Sigfinnsson sjómaður, skipstjóri í Eyjum, f. 9. desember 1911 á Hnausum, d. 22. september 1979.

Börn Júlíu og síðari manns hennar Eiríks Ögmundssonar:
3. Sigurfinna Eiríksdóttir, f. 21. júlí 1915 á Gjábakka, síðast í Garðabæ, d. 24. ágúst 1997.
4. Gunnar Eiríksson, f. 9. september 1916 í Dvergasteini, d. 7. desember 1994.
5. Guðmundur Eiríksson, f. 30. maí 1919 í Dvergasteini, d. í janúar 1940.
6. Margrét Ólafía Eiríksdóttir, f. 24. febrúar 1921 í Dvergasteini, d. 21. júní 2008.
7. Þórarinn Ögmundur Eiríksson, f. 3. desember 1924, d. 22. janúar 1999.
8. Laufey Eiríksdóttir, f. 5. júní 1926 í Dvergasteini, d. 14. desember 1992.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku, var sjómaður hjá þeim í Dvergasteini 1939.
Hann var skipverji á Bisp, norsku skipi, sem hvarf á leið frá Noregi til Englands í janúar 1940. Til skipsins fréttist aldrei.

I. Barnsmóðir Guðmundar var Guðný Kristófersdóttir frá Holti í Djúpavogssókn, S.-Múl., vinnukona, í Engey 1940, f. 11. nóvember 1917, síðast á Grænahrauni 1 í Hornafirði, d. 14. apríl 2012. Foreldrar hennar voru Kristófer Eiríksson verkamaður, f. 1. mars 1874, d. 1. október 1957, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. maí 1887, d. 29. september 1971.
Barn þeirra:
1. Erla Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 1. september 1938 í Dvergasteini. Hún bjó í Hamragerði 8 á Akureyri 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.