„Gróður“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:
Fjörugrös margs konar eru í og við strendurnar og má þar nefna [[söl]] og kjarna, sem nytjuð hafa verið til manneldis og handa skepnum.  Ræktun trjáa og skrautjurta hefur oft á tíðum átt erfitt uppdráttar  og er þar mestu kennt erfiðu [[veðurfar|veðurfari]], vindum og mikilli seltu.  Fyrsta tilraun til plöntunar trjáa í Vestmannaeyjum var gerð í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]] 1855 með litlum árangri en í mörgum heimagörðum hefur vel tekist til.
Fjörugrös margs konar eru í og við strendurnar og má þar nefna [[söl]] og kjarna, sem nytjuð hafa verið til manneldis og handa skepnum.  Ræktun trjáa og skrautjurta hefur oft á tíðum átt erfitt uppdráttar  og er þar mestu kennt erfiðu [[veðurfar|veðurfari]], vindum og mikilli seltu.  Fyrsta tilraun til plöntunar trjáa í Vestmannaeyjum var gerð í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]] 1855 með litlum árangri en í mörgum heimagörðum hefur vel tekist til.


Gróður fór illa í [[Heimaeyjargosið|gosinu]] árið 1973, en mörg tré í görðum heimamanna lifðu þó af og eru nú hæstu tré í görðum á níunda metra
Gróður fór illa í [[Heimaeyjargosið|gosinu]] árið 1973, en mörg tré í görðum heimamanna lifðu þó af og eru nú hæstu tré í görðum á níunda metra.


[[Skógræktarfélag Vestmannaeyja|Skógræktarfélag]] var stofnað í Vestmannaeyjum árið 1931 en lognaðist út af á stríðsárunum, það var síðan endurreist árið 2000, og hafa félagsmenn meðal annars gróðursett í Hraunskógi.
[[Skógræktarfélag Vestmannaeyja|Skógræktarfélag]] var stofnað í Vestmannaeyjum árið 1931 en lognaðist út af á stríðsárunum, það var síðan endurreist árið 2000, og hafa félagsmenn meðal annars gróðursett í Hraunskógi.

Útgáfa síðunnar 6. júlí 2006 kl. 15:24

Baldursbrá er á Heimaey og í flestum úteyjum.

Eitt af sérkennum Vestmannaeyja er sígrænn litur gróðurs í flestum eyjanna. U.þ.b. 120 plöntur eru í Eyjum og um 30 grastegundir eru þar. Í snarbröttum úteyjunum er hvannstóð og baldursbrá eins og skógur innan um blöðrurót og skarfakál. Lundabyggðin er eins og ræktuð tún með sterkum köfnunarefnisáburði af driti fuglsins og þar er mest áberandi hásveifgras og vallarsveifgras, hálíngresi og túnvingull ásamt vegarfa og haugarfa. Svolítið finnst af krækiberjalyngi.

Fjörugrös margs konar eru í og við strendurnar og má þar nefna söl og kjarna, sem nytjuð hafa verið til manneldis og handa skepnum. Ræktun trjáa og skrautjurta hefur oft á tíðum átt erfitt uppdráttar og er þar mestu kennt erfiðu veðurfari, vindum og mikilli seltu. Fyrsta tilraun til plöntunar trjáa í Vestmannaeyjum var gerð í Herjólfsdal 1855 með litlum árangri en í mörgum heimagörðum hefur vel tekist til.

Gróður fór illa í gosinu árið 1973, en mörg tré í görðum heimamanna lifðu þó af og eru nú hæstu tré í görðum á níunda metra.

Skógræktarfélag var stofnað í Vestmannaeyjum árið 1931 en lognaðist út af á stríðsárunum, það var síðan endurreist árið 2000, og hafa félagsmenn meðal annars gróðursett í Hraunskógi. Við flugstöðina er reitur frá árinu 1991 þar sem sitkagreni vex vel, en það er sú tegund sem dugar best af öllu sígrænu hér í Eyjum. Tilraun hefur verið í gangi við Hraunhamar frá 1996 í samstarfi við Skógrækt ríkisins þar sem plantað hefur verið ýmsum tegundum og klónum af víði og ösp, þar sem verið er að athuga hvað dugar best hér í seltu og roki.

Trjárækt hófst í nýja hrauninu austan við bæinn árið 1999 og hafa nú með góðum árangri verið gróðursettar um þrjátíu þúsund plöntur í Hraunskógi. Helstu tegundir eru jörfavíðir, alaskavíðir, hreggstaðavíðir, alaskaösp, sitkagreni, sitkaelri og álmur, einnig hafa verið gerðir skemmtilegir göngustígar um Hraunskóg.

Plöntur

Fléttan bjargstrý (l. Ramalina siliquosa) hefur fundist í Vestmannaeyjum. Í Herjólfsdal vaxa nokkrar sjaldgæfar plöntur, þ.á m. eru knjápuntur (l. Danthonia decumbens) og giljaflækja (l. Vicia sepium). Hnúfmosi (l. Molendoa warburgii) hefur fundist í Hánni á Heimaey og aðrir sjaldgæfir mosar eins og götusnúður (l. Tortula modica) og garðasnúður (l. Tortula truncata). Háin er eini fundarstaður þessa þriggja mosategunda.