Gjábakki-eystri

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. janúar 2013 kl. 16:00 eftir Þórunn (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. janúar 2013 kl. 16:00 eftir Þórunn (spjall | framlög) (Tekin út mynd sem átti ekki við)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir önnur hús sem hafa borið nafnið „Gjábakki


Gjábakki

Húsið Gjábakki-Eystri stóð við Bakkastíg 25. Það fór undir hraun 1973.

Gjábakkajarðirnar voru tvær, Eystri og Vestri Gjábakki. Jarðirnar voru einn völlur, fjögur kýrfóður, og talin með elstu býlum í Eyjum. Hvor jörð hafði 15 sauða beit í Elliðaey. Býlin stóðu vestan undir hólnum sem Leiðarvarðan stóð á. Gömlu bæirnir að Eystri og Vestri Gjábakka, sem báðir voru byggðir fyrir aldamótin 1900, stóðu fram að eldgosinu 1973.

Þorkell Jónsson fékk byggingu fyrir jörðinni Eystri-Gjábakka í desember 1894 og 1895 byggði hann húsið sem stóð fram að gosi. Þorkell fluttist til Ameríku skömmu eftir aldamótin og fékk þá Magnús Jónsson sýslumaður byggingu fyrir jörðinni. Eftir Magnús tók við jörðinni Karl Einarsson sýslumaður. Hvorugur þeirra mun hafa búið í húsinu, Karl bjó að Hofi, en Gjábakki eystri var á þessum tíma oft leigður fólki sem var að flytja til Eyja og beið eftir varanlegu húsnæði. Gísli Magnússon, útgerðarmaður, fékk ábúð fyrir jörðinni 1925 en Gísli bjó skammt frá í húsi sínu Skálholti.

Fyrir eldgosið bjuggu í gamla bænum á Eystri-Gjábakka mæðginin Anna Halldórsdóttir og Bergsteinn Þórarinsson, oftast nefndur Kúti á Gjábakka eða Kúti einhenti.


Heimildir

  • Guðjón Ármann Eyjólfsson. Vestmannaeyjar - byggð og eldgos. Reykjavík: Ísafoldaprentsmiðja, 1973.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.