Gísli Jakobsson (Sjávargötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. janúar 2018 kl. 16:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. janúar 2018 kl. 16:49 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Jakobsson frá Jakobshúsi, bakarameistari fæddist 23. desember 1913 og lést 26. desember 1993.
Foreldrar hans voru Jakob Tranberg sjómaður í Jakobshúsi, f. 7. ágúst 1860 í London, d. 21. maí 1945, og kona hans Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1874 á Sperðli í Landeyjum í Rang., d. 17. febrúar 1965.

Börn Guðbjargar og Jakobs Tranbergs voru:
1. Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir húsfreyja, f. 29. október 1910, síðast á Akranesi, d. 2. júní 1989.
2. Gísli Jakobsson bakarameistari í Reykjavík, f. 22. desember 1913, d. 26. desember 1993.
3. Lars Tranberg Jakobsson, símvirki í Reykjavík, f. 31. maí 1916, d. 26. desember 2002.
Börn Guðbjargar og Sigurðar Sigurðssonar og hálfsystkini Gísla:
4. Guðlaugur Sigurðsson húsasmiður í Reykjavík, f. 28. mars 1901, d. 22. júní 1975.
5. Sæunn Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 18. september 1904 í Laufási, d. 19. desember 1926. Hún var í fóstri hjá Guðríði Bjarnadóttur húsfreyju í Sjólyst 1910 og 1920.
6. Elín Sigurðardóttir vinnukona á Hvoli, f. 27. október 1905 í Túni, d. 5. júní 1923.
7. Sigríður Benónía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1906, síðast í Reykjavík, d. 13. september 1988.

Gísli var með foreldrum sínum meðan hjónaband þeirra varaði, en þau skildu 1919. Börnin voru með móður sinni í Sjávargötu 1920-1923.
Gísli var fósturbarn í Þorlaugargerði 1927.
Hann lærði til bakara hjá Magnúsi Bergssyni og var bakaranemi, bjó á Heiðarhóli, (Brekastíg 16) 1930, bakari þar 1934.
Gísli var mjög virkur knattspyrnumaður með Tý í Eyjum, síðar með KR í Reykjavík.
Þau Unnur giftu sig 1936, bjuggu á Sunnuhvoli, á Þorvaldseyri í lok ársins, eignuðust Ólöfu Sjöfn þar.
Hjónin fluttust til Reykjavíkur, eignuðust þar fimm börn.
Þau bjuggu lengst á Njarðargötu, en fluttu til Hafnarfjarðar um skeið. Að lokum bjuggu þau á Hagamel í Reykjavík meðan báðum entist líf. Unnur lést 1975. Gísli bjó síðast í Skipasundi 24.

Kona Gísla, (20. júní 1936), var Unnur Ólafsdóttir frá Bifröst, húsfreyja, verslunarmaður, f. 10. júlí 1915, d. 27. júlí 1975.
Börn þeirra:
1. Ólöf Sjöfn Gísladóttir húsfreyja í Mosfellsbæ, skrifstofustjóri, f. 30. nóvember 1936 á Þorvaldseyri, (Vestmannabraut 35. Maður hennar var Ingi Pétur Konráðs Hjálmsson héraðsráðunautur, f. 24. ágúst 1929 í Bjarma, d. 2. október 2011.
2. Gunnlaugur Hafstein Gíslason vélfræðingur, f. 26. október 1937. Kona hans: Halla Guðmundsdóttir húsfreyja.
3. Guðbjörg Gísladóttir, f. 25. ágúst 1940. Maður hennar: Sigurður Sigurðsson.
4. Þorsteinn Gíslason læknir, sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum, f. 26. júlí 1947. I. Kona hans, skildu, var Ingveldur Sveinbjörnsdóttir. II. Kona hans, skildu, var Ásdís Jónsdóttir. Sambýliskona hans (1997): María Sigrún Jónsdóttir.
5. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi, síðan forstjóri Faxaflóahafna, f. 9. júlí 1955. Kona hans: Hallbera Fríður Jóhannesdóttir húsfreyja.
6. Guðrún Indíana Gísladóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1957. Maður hennar: Þorvarður Guðlaugsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.