Gísli J. Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júlí 2005 kl. 11:56 eftir Simmi (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júlí 2005 kl. 11:56 eftir Simmi (spjall | framlög) (Upphaf)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Jóhannsson Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum þann 10. mars 1881. Foreldrar hans voru Jóhann Jörgen kaupmaður og útvegsbóndi og Anna Sigríður Árnadóttir frá Hofi í Öræfum. Eiginkona Gísla var Ásdís Gísladóttir frá Hól. Gísli lést 6. september 1965.

Gísli hóf ungur að aldri verslunarrekstur, aðeins 17 ára gamall. Einnig var honum falin ýmis ábyrgðarstörf, svo sem skipaafgreiðslu og póstafgreiðslu. Með verslun sinni og útgerðarekstri náði hann á aðeins 10 árum að bæla niður þá danska einokun, sem hafði verið í margar mannsaldir.