Gísli H. Kolbeins (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. nóvember 2020 kl. 21:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. nóvember 2020 kl. 21:25 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Gísli H. Kolbeins.

Gísli H. Kolbeins frá Ofanleiti, prestur fæddist 30. maí 1926 í Flatey á Breiðafirði og lést 10. júní 2017 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hans voru séra Halldór Kristján Eyjólfsson Kolbeins prestur, f. 16. febrúar 1893, d. 29. nóvember 1964, og k.h. Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 26. mars 1898, d. 18. mars 1973.

Börn Láru og Halldórs:
1. Ingveldur Aðalheiður Kolbeins, f. 23. desember 1924, d. 28. október 2015. Maður hennar Sæmundur Jón Kristjánsson, látinn.
2. Gísli H. Kolbeins prestur, f. 30. maí 1926, d. 10. júní 2017. Kona hans Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir Kolbeins, látin.
3. Erna H. Kolbeins, f. 21. janúar 1928, d. 5. september 2007. Maður hennar Torfi Magnússon.
4. Eyjólfur Kolbeins, f. 14. október 1929, d. 16. október 2017. Fyrrum kona hans Ragnhildur Lára Hannesdóttir.
5. Þórey Mjallhvít Kolbeins, f. 31. ágúst 1932. Maður hennar Baldur Ragnarsson, látinn.
6. Lára Ágústa Halldórsdóttir Kolbeins, f. 31. janúar 1938. Maður hennar Snorri Gunnlaugsson, látinn.
Fósturbörn Láru og Halldórs:
7. Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir, f. 16. september 1927. Fyrrum maður hennar Jón G. Scheving. Maður hennar Jón Hjalti Þorvaldsson, látinn.
8. Ólafur Valdimar Valdimarsson, f. 28. september 1935, d. 9. febrúar 2017. Kona hans Anna Jörgensdóttir, látin.

Gísli var með foreldrum sínum í æsku, skamma stund í Flatey, Stað í Súgandafirði 1926-1941, á Mælifelli í Skagafirði 1941-1945, þá í Eyjum.
Hann nam mikið utan skóla, varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1947, lauk guðfræðinámi í Háskóla Íslands 1950, stundaði framhaldsnám í Göttingen í Þýskalandi 1959-1960 og stundaði rannsóknir í Kirkjusögu í London, Luxemburg, Bremen og Kaupmannahöfn og var í endurmenntun og guðfræðitengdum rannsóknum í York á Englandi í níu mánaða leyfi 1981-1982.
Gísli var prestur í Sauðlauksdal í V.-Barð. 1950-1954 og gegndi á þeim árum aukaþjónustu í Eyrarprestakalli í Skutulsfirðir og í Eyjum. Hann var sóknarprestur á Melstað í Miðfirði 1954-1977, í Stykkishólmi 1977-1992. Auk þess gegndi hann aukaþjónustu á Melstað, í Setbergsprestakalli á Snæfellsnesi, ásamt því að sinna þjónustu fyrir sóknarbörn í Flateyjarsókn að beiðni þeirra.
Eftir að hann lauk skipaðri prestþjónustu sinnti hann prestþjónustu á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði 1992, á Sauðárkróki, í Bolungarvík, í Staðastaðarprestakalli á Snæfellsnesi 1995-1996, í Skagastrandarprestakalli 1998, Bólstaðarhlíðarprestakalli í Langadal/Svartárdal 1998, í Vestmannaeyjum 1998, á Hrafnistu í Hafnarfirði 1998-1999, á Kolfreyjustað 2000-2001, í Hofsóss- og Hólaprestakalli 2001-2003 og í Skagastrandarprestakalli 2004. Þá hafði hann þjónað í 14 prestaköllum og annast helgihald í 153 kirkjum á Íslandi auk þess að predika í Jerúsalem um jól á ferð með kirkjukórsfólki í heimsókn í Ísrael.
Gísli var hagyrðingur og var ritstjóri ýmissa tímarita og ársrita.
Rit:
1. Skáld-Rósa.
2. Skáldungur.
3. Þýðing bókarinnar
Könnuður í fimm heimsálfum eftir Marie Hammer.
Þau Sigríður Ingibjörg giftu sig 1951, eignuðust fimm börn.
Gísli lést 2017 og Sigríður Ingibjörg 2020.

I. Kona Gísla, (30. júní 1951), var Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir Kolbeins frá Brekkubæ í Nesjum í A.-Skaft., húsfreyja, f. 13. júlí 1927, d. 6. júlí 2020. Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason frá Hruna á Brunasandi í V.-Skaft., bóndi, organisti, fræðimaður í Brattagerði og Brekkubæ í Nesjum, f. 10. maí 1897 í Hruna, d. 12. mars 1982, og kona hans Ragnheiður Sigjónsdóttir frá Meðalfelli í Nesjum, húsfreyja, f. þar 11. apríl 1892, d. 22. desember 1979.
Börn þeirra:
1. Bjarnþór Gíslason stærðfræðingur, kennari, f. 17. júní 1952.
2. Anna Lára húsfreyja, sjúkraliði, f. 3. október 1954. Maður hennar Halldór Bergmann.
3. Ragnheiður Gísladóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1957. Maður hennar Svavar Haraldur Stefánsson.
4. Halldór Gíslason ljósmyndari, f. 28. desember 1965. Barnsmóðir hans Elín Hjálmarsdóttir. Barnsmóðir hans Unnur Ármannsdóttir.
5. Eyþór Ingi Gíslason skólastjóri, tónlistarkennari, f. 3. október 1971. Kona hans Dagný Marinósdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 26. júní 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.